Innlent

Þessar stofnanir njóta mesta traustsins

Flestir bera mikið traust til lögreglunnar, Háskóla Íslands, Ríkisútvarpsins og Háskólans í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun MMR.
Flestir bera mikið traust til lögreglunnar, Háskóla Íslands, Ríkisútvarpsins og Háskólans í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun MMR. mynd/365
Flestir bera mikið traust til lögreglunnar, Háskóla Íslands, Ríkisútvarpsins og Háskólans í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun MMR. Fæstir bera mikið traust til bankakerfisins, Fjármálaeftirlitsins, fjölmiðla og lífeyrissjóðanna.

MMR kannaði traust almennings til helstu stofnana samfélagsins.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík. Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna.

„Traust til Háskóla Íslands og Reykjavíkur hefur dregist nokkuð saman frá því í júní 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 61,3% bera mikið traust til Háskóla Íslands, borið saman við 69,8% í júní 2012. 48,6% sögðust bera mikið traust til Háskólans í Reykjavík nú, borið saman við 54,5% í júní 2012.

Traust til Alþingis hefur aukist nokkuð frá síðustu mælingu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 16,4% bera mikið traus til Alþingis nú, borið saman við 7,9% í júní 2012. Sömuleiðis hefur traust til Ríkisstjórnar og Stjórnarandstöðu aukist frá síðustu mælingum. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 23,0% bera mikið traust til ríkisstjórnarinnar, borið saman við 15,8% í júní 2012. 22,5% sögðust bera mikið traust til Stjórnarandstöðunnar nú, borið saman við 14,9 í júní 2012.“

937 einstaklingar, 18 ára og eldri, voru spurðir og tóku 97,3% afstöðu til spurningarinnar.

Nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×