Innlent

565 nefndir - "Ísland getur ekki haft þetta nefndarfargan yfir sér“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á síðasta kjörtímabili stofnaði þáverandi ríkisstjórn 210 nýjar nefndir.
Á síðasta kjörtímabili stofnaði þáverandi ríkisstjórn 210 nýjar nefndir. mynd/365
„Jafnlítið ríki og Ísland getur ekki haft þetta nefndarfargan yfir sér,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingsmaður sem á sæti í hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar. Í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun kom fram að alls eigi 3.455 einstaklingar sæti í þeim 565 nefndum sem starfa í dag á vegum íslenskra stjórnvalda.

Vigdís telur að þetta séu mjög margar nefnir. Á síðasta kjörtímabili stofnaði þáverandi ríkisstjórn 210 nýjar nefndir. Hún segir að það verði að fara yfir þetta á einhvern hátt. Þessar nýju nefndirhafi verið búnar að taka til sín 414 milljónir síðast þegar hún vissi. Það sé fyrir utan nefndirnar sem stofnaðar voru vegna umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu.

Hún nefnir að það hafi engin árangursmæling verið gerð um það hvað nefndirnar séu að sýsla við. Hún segir að kostnaður við nefndir sé oft dulinn. Því kostnaðurinn komi stundum inn sem launagreiðslur eða sé á annan hátt settur á fjárlagaliði sem tilheyra viðkomandi verkefni. Það sé þá ekki sundurliðað, hvað mikið af hverjum lið fer í nefndarsetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×