Fótbolti

Finnst barnalegt að knattspyrnumenn spili FIFA

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Heimasíða Ajax
„Ég er ekki mikill Playstation-maður og spila ekki mikið af FIFA,“ segir knattspyrnukappinn Kolbeinn Sigþórsson.

Kolbeinn er í viðtali við Monitor þessa vikuna þar sem hann fram kemur að framherjinn sé eiginlega stoltur af því að geta ekki mikið í tölvuleiknum. Honum finnist lítið varið í hann.

„Ég held reyndar alveg að það sé mikið um FIFA hjá fótboltamönnum en mér finnst eitthvað svo barnalegt að koma heim og spila einhvern fótboltaleik sem ég geri í raun alla daga,“ segir Kolbeinn.

Markahrókurinn segist vilja hafa einbeitinguna einhvers staðar annars staðar þegar hann sé ekki á æfingum. Hann spili eins mikið golf og hann getur þegar tími gefst og veður leyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×