Fótbolti

Franska fótboltadeildin í verkfall í næsta mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/AP
Félögin í tveimur efstu deildunum í franska fótboltanum eru ekki hrifin af nýjum skattalögunum í landinu sem myndu skerða laun tekjuhárra leikmanna verulega. Það stefnir í verkfallsaðgerðir í næsta mánuði.

Frönsk yfirvöld ætla að seta 75 prósent skatt á alla sem þéna yfir milljón evra á ári sem eru um 166 milljónir íslenskra króna.

Þetta myndi vissulega bitna verulega á leikmönnum eins og sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic sem og liðsfélögum hans í Paris Saint-Germain sem fá engin sultarlaun fyrir að spila fótbolta.

Samtök félaganna í tveimur efstu deildunum í Frakklandi sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að það verði enginn fótbolti spilaður helgina 29. nóvember til 2. desember.

Zlatan Ibrahimovic fær um 15 milljónir evra í árslaun (2,5 milljarða íslenskra króna) og samkvæmt þessum nýju lögum þá færi ansi stór hluti þeirrar upphæða til franska ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×