Innlent

Maria litla er Búlgari

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Búlgörsk yfirvöld staðfesta að 35 ára gömul þarlend kona, Sasha Ruseva, sé móðir Mariu litlu. Það var staðfest með DNA prófi. Stúlkan litla fannst hjá róma-fólki í Grikklandi og var tekin af þeim þar sem talið var að þau væru ekki foreldrar hennar. The Guardian segir frá.

Sasha sem er einnig af róma uppruna segir að hún hafi fætt stúlkuna fyrir fjórum árum í Grikklandi þar sem hún starfaði við ólívutínslu. Hún gaf barnið frá sér þar sem hún var of fátæk til þess að annast hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×