Enski boltinn

Tottenham marði Hull | Gylfi spilaði ekkert

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Soldado skorar eina mark leiksins
Soldado skorar eina mark leiksins MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Tottenham lagði Hull 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Roberto Soldado skoraði eina markið úr vítaspyrnu seint í leiknum en Gylfi Sigurðsson sat á bekknum allan leikinn.

Það tók Tottenham 80 mínútur að brjóta Hull City Tigers á bak aftur eftir hetjulega baráttu gestanna á White Hart Lane.

Tottenham stökk upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með 19 og þremur stigum á eftir toppliði Arsenal. Hull er í 10. sæti deildarinnar

Swansea og West Ham gerðu marklaust jafntefli í dag en gang leiksins má finna í miðstöð boltavaktarinnar hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×