Roller Derby komið á fullt á Íslandi - Ætla út að keppa Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. október 2013 17:26 Á myndinni til vinstri má sjá íslenskar stelpur á æfingu. Á þeirri hægri má sjá Guðnýju keppa í Roller Derby í Bandaríkjunum „Roller Derby á Íslandi hefur farið rólega af stað en núna er íþróttin að byrja á fullu,“ segir Guðný Jónsdóttir, stofnandi Roller Derby á Íslandi. „Ég stofnaði hópinn fyrir tveimur árum hér á landi en ég hef verið að spila í nokkur ár þar sem ég bjó í Atlanta í Bandaríkjunum.“ „Ég flutti heim í sumar og núna erum við tvær, ég og önnur sem var að flytja heim frá Þýskalandi þar sem hún hefur verið að spila. Við erum báðar með mikla reynslu og höfum verið að keppa, þetta er því að fara betur í gang þegar við erum komnar,“ segir Guðný. Hún segir að það séu margar stelpur sem séu búnar að vera að æfa íþróttina hér á landi síðustu tvö ár og þær séu orðnar mjög færar á skautum. „Þær eru orðnar mjög flottar sem einstaklingar, en kunna kannski ekki alveg réttu æfingarnar til að spila leikinn.“ Guðný segir stelpurnar hafa skoðað myndbönd á YouTube til að læra. Guðný tók síðan myndbönd af sjálfri sér að gera æfingar sem stelpurnar fóru eftir. „Það er mjög gaman hvað þær hafa farið vel af stað með þetta og verið áhugasamar.“ Hún segir að þær hafi ekki getað æft mikið í sumar, þar sem boltasalurinn í Iðnaskólanum þar sem þær hafi æft hingað til hafi verið lokaður. Þær þurftu því að æfa úti en það var erfitt vegna þess að oft rigndi mikið. Æfingarnar komnar á fullt En nú er æfingarnar byrjaðar á fullu. Þær fara fram í salnum í Iðnskólanum tvisvar í viku. Á miðvikudögum er æfing fyrir byrjendur en á þriðjudögum er æfing fyrir lengra komna. Guðný segir að nú séu þær komnar með nýjan sal í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þær hafa aðgang að honum á sunnudagskvöldum, þá komi þær allar saman til að spila. Þar sé hægt að spila leikinn löglega og þar eru einnig áhorfendapallar. „Það er gott að vera með löglegan sal, við þurfum að æfa okkur í að keppa þar sem við stefnum á að fara á norðurlandamót Roller Derby í Malmö næsta sumar,“ segir Guðný. Guðný segir að á sunnudaginn ætli þær að hafa hrekkjavökuæfingu. Þær ætli allar að mæta í búning og hún segir að allar stelpur séu velkomnar. „Ég minni líka á byrjendaæfingarnar á miðvikudögum, það væri gaman að fá fleiri stelpur í þetta skemmtilega sport. Við erum með auka skauta, hlífar og hjálma fyrir þær sem vilja koma og prófa.“ Fyrir þá sem ekki vita hvað Roller Derby er myndbandsbút úr myndinni Whip It sem fjallar um bandaríska stelpu sem byrjar að æfa sportið. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
„Roller Derby á Íslandi hefur farið rólega af stað en núna er íþróttin að byrja á fullu,“ segir Guðný Jónsdóttir, stofnandi Roller Derby á Íslandi. „Ég stofnaði hópinn fyrir tveimur árum hér á landi en ég hef verið að spila í nokkur ár þar sem ég bjó í Atlanta í Bandaríkjunum.“ „Ég flutti heim í sumar og núna erum við tvær, ég og önnur sem var að flytja heim frá Þýskalandi þar sem hún hefur verið að spila. Við erum báðar með mikla reynslu og höfum verið að keppa, þetta er því að fara betur í gang þegar við erum komnar,“ segir Guðný. Hún segir að það séu margar stelpur sem séu búnar að vera að æfa íþróttina hér á landi síðustu tvö ár og þær séu orðnar mjög færar á skautum. „Þær eru orðnar mjög flottar sem einstaklingar, en kunna kannski ekki alveg réttu æfingarnar til að spila leikinn.“ Guðný segir stelpurnar hafa skoðað myndbönd á YouTube til að læra. Guðný tók síðan myndbönd af sjálfri sér að gera æfingar sem stelpurnar fóru eftir. „Það er mjög gaman hvað þær hafa farið vel af stað með þetta og verið áhugasamar.“ Hún segir að þær hafi ekki getað æft mikið í sumar, þar sem boltasalurinn í Iðnaskólanum þar sem þær hafi æft hingað til hafi verið lokaður. Þær þurftu því að æfa úti en það var erfitt vegna þess að oft rigndi mikið. Æfingarnar komnar á fullt En nú er æfingarnar byrjaðar á fullu. Þær fara fram í salnum í Iðnskólanum tvisvar í viku. Á miðvikudögum er æfing fyrir byrjendur en á þriðjudögum er æfing fyrir lengra komna. Guðný segir að nú séu þær komnar með nýjan sal í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þær hafa aðgang að honum á sunnudagskvöldum, þá komi þær allar saman til að spila. Þar sé hægt að spila leikinn löglega og þar eru einnig áhorfendapallar. „Það er gott að vera með löglegan sal, við þurfum að æfa okkur í að keppa þar sem við stefnum á að fara á norðurlandamót Roller Derby í Malmö næsta sumar,“ segir Guðný. Guðný segir að á sunnudaginn ætli þær að hafa hrekkjavökuæfingu. Þær ætli allar að mæta í búning og hún segir að allar stelpur séu velkomnar. „Ég minni líka á byrjendaæfingarnar á miðvikudögum, það væri gaman að fá fleiri stelpur í þetta skemmtilega sport. Við erum með auka skauta, hlífar og hjálma fyrir þær sem vilja koma og prófa.“ Fyrir þá sem ekki vita hvað Roller Derby er myndbandsbút úr myndinni Whip It sem fjallar um bandaríska stelpu sem byrjar að æfa sportið.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira