Fótbolti

Guðlaugur Victor og félagar stoppuðu Alfreð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/NordicPhotos/Getty
Botnlið NEC Nijmegen varð í kvöld fyrsta liðið sem heldur hreinu á móti íslenska framherjanum Alfreði Finnbogasyni í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Guðlaugur Victor Pálsson og félegar unnu þá 2-0 heimasigur á Heerenveen.

Alfreð var búinn að skora í átta fyrstu deildarleikjum sínum á tímabilinu og samtals ellefu mörk. Heerenveen var þarna að tapa sínum öðrum leik í röð og gæti dottið niður fyrir miðja töflu verði úrslitin þeim óhagstæð um helgina. Heerenveen er eins og er í 9. sætinu.

NEC Nijmegen var ekki búið að vinna leik í fyrstu tíu leikjum sínum en hafði gert fimm jafntefli. Sigurinn kemur liðinu upp í 16. sæti.

Michael Higdon skoraði bæði mörk NEC Nijmegen á 33. og 52. mínútu leiksins en Hakim Ziyech minnkaði muninn í 2-1 á 86. mínútu.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn á þriggja manna miðju NEC Nijmegen og Alfreð var allan tímann í framlínu Heerenveen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×