Lögreglan vann þrekvirki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. október 2013 22:13 „Lögreglumenn sem stóðu vaktina í Búsáhaldabyltingunni unnu þrekvirki." Þetta segir félagsfræðingur við Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður úr viðtölum sínum við lögreglumenn sem voru við Alþingi á haustmánuðum ársins 2008. Stilling lögreglunnar varð til þess að ekki fór verr. Búsáhaldabyltingin var einstakur atburður í íslenskri sögu. Lengd mótmælanna, fjöldi þátttakenda og átökin eiga sér enga hliðstæðu. Í alþjóðlegu samhengi voru mótmælin merkilega fyrir ýmsar sakir, ekki síst fyrir það hversu lítið ofbeldi tengdist þeim, þó svo að flestir þættir sem ýta undir ofbeldi hafi verið til staðar. Ingólfur Gíslason, félagsfræðingur, hefur rýnt í ástæðurnar fyrir þessu. Hann hefur rætt við lögreglumenn sem stóðu vaktina fyrir utan Alþingi haustið 2008 og birti niðurstöður sínar í dag í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindastofnunar. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að aðferðir lögreglunnar í mannfjöldastjórnun, þar sem einstaka lögreglumenn hurfu í sjálfa liðsheildina, sé meginástæðan fyrir því að ekki fór verr. Við það bætist að lögreglumennirnir höfðu verulega samúð með mótmælendum, margir hverjir í sömu sporum og þeir sem sáu lán sín rjúka upp úr öllu valdi.“ „Þrátt fyrir umhverfisþætti sem hefðu átt að stuðla að meira ofbeldi þá átti það sér ekki að stað. Þarna var gífurlegur hiti og óþægindi. Lögreglumennirnir voru í 30 kílóa brynjum, sveittir og með sár eftir brynjurnar. Þessi mikli mannfjöldi og stöðugar ögranir — allt hefði þetta átt að stuðla að meira ofbeldi,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að lögreglan hafi unnið mikið þrekvirki í byltingunni. Það komi ekki á óvart að lögreglan sé sú stofnun sem njóti mests trausts meðal almennings. „Það sem að minnstu munaði að allt færi á versta veg var árásin á lögreglustöðina, 22. nóvember. Þar voru lögreglumennirnir líka að gagnrýna þessa friðsemdarlínu sem yfirstjórnin lagði. Þeir hefðu viljað að gasi yrði beitt og þarna hefði fólk einfaldlega verið handleggsbrotið.“ „Ef að almenningur hefði upplifað það að lögreglan væri hreinlega hluti af eða gengin í lið með þessu siðspillta liði þá hefði það getað orðið neistinn hefði kveikt í púðurtunnunni.“ Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
„Lögreglumenn sem stóðu vaktina í Búsáhaldabyltingunni unnu þrekvirki." Þetta segir félagsfræðingur við Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður úr viðtölum sínum við lögreglumenn sem voru við Alþingi á haustmánuðum ársins 2008. Stilling lögreglunnar varð til þess að ekki fór verr. Búsáhaldabyltingin var einstakur atburður í íslenskri sögu. Lengd mótmælanna, fjöldi þátttakenda og átökin eiga sér enga hliðstæðu. Í alþjóðlegu samhengi voru mótmælin merkilega fyrir ýmsar sakir, ekki síst fyrir það hversu lítið ofbeldi tengdist þeim, þó svo að flestir þættir sem ýta undir ofbeldi hafi verið til staðar. Ingólfur Gíslason, félagsfræðingur, hefur rýnt í ástæðurnar fyrir þessu. Hann hefur rætt við lögreglumenn sem stóðu vaktina fyrir utan Alþingi haustið 2008 og birti niðurstöður sínar í dag í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindastofnunar. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að aðferðir lögreglunnar í mannfjöldastjórnun, þar sem einstaka lögreglumenn hurfu í sjálfa liðsheildina, sé meginástæðan fyrir því að ekki fór verr. Við það bætist að lögreglumennirnir höfðu verulega samúð með mótmælendum, margir hverjir í sömu sporum og þeir sem sáu lán sín rjúka upp úr öllu valdi.“ „Þrátt fyrir umhverfisþætti sem hefðu átt að stuðla að meira ofbeldi þá átti það sér ekki að stað. Þarna var gífurlegur hiti og óþægindi. Lögreglumennirnir voru í 30 kílóa brynjum, sveittir og með sár eftir brynjurnar. Þessi mikli mannfjöldi og stöðugar ögranir — allt hefði þetta átt að stuðla að meira ofbeldi,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að lögreglan hafi unnið mikið þrekvirki í byltingunni. Það komi ekki á óvart að lögreglan sé sú stofnun sem njóti mests trausts meðal almennings. „Það sem að minnstu munaði að allt færi á versta veg var árásin á lögreglustöðina, 22. nóvember. Þar voru lögreglumennirnir líka að gagnrýna þessa friðsemdarlínu sem yfirstjórnin lagði. Þeir hefðu viljað að gasi yrði beitt og þarna hefði fólk einfaldlega verið handleggsbrotið.“ „Ef að almenningur hefði upplifað það að lögreglan væri hreinlega hluti af eða gengin í lið með þessu siðspillta liði þá hefði það getað orðið neistinn hefði kveikt í púðurtunnunni.“
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira