Innlent

Sextán uppreisnarmenn teknir af lífi í Íran

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
mynd/getty
Sextán uppreisnarmenn voru teknir af lífi í nótt í Íran við landamærin við Pakistan. Mennirnir voru hengdir en hér var um að ræða hefndaraðgerð vegna skotbardaga þeirra við landamæraverði í gærkvöldi.

Að minnsta kosti sautján íranskir landamæraverðir féllu í átökum við þungvopnaða vígamenn en skotbardaginn átti sér stað við smábæinn Saravan, í suðausturhluta Íran. Fregnir herma að fjölmargir landamæraverðir hafi særst í árásinni, þar  af margir lífshættulega. Sem stendur eru tildrög árásarinnar óljós en talið er að hópur fíkniefnasmyglara hafi staðið á bakvið hana.

Gríðarlegu magni af ópíumi og heróíni er smyglað í gegnum Íran á hverju ári frá Afganistan til Evrópu. Fréttaveitan AFP greinir frá því í dag að rúmlega fjögur þúsund lögreglumenn hafi látist á svæðinu á síðustu þremur áratugum og það í átökum við smyglara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×