Innlent

Varað við hálku víða um land

Elísabet Hall skrifar
mynd/vilhelm
Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land og þungfært er á ýmsum fjallvegum.

Um vestanvert landið er hálka á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og snjóþekja á Dynjandisheiði á Vestfjörðum. Hálka og éljagangur er í kringum Mývatn, þungfært á Hólasandi en Dettifossvegur er ófær. Búast má við umferðartöfum allt að 30 mínútum í senn vegna vinnu við einbreiða brú yfir Núpsvötn milli kl. 8:00 og 19:00 frá mánudegi til föstudags í næstu viku 28. okt. til 1. nóv.

Á höfuðborgarsvæðinu er unnið að jarðvegsskiptum vegna lagfæringar Álftanesvegar um 300 m norðan Garðaholtsvegar. Ekki er unnið í núverandi vegstæði en vinna nær inn í vegfláa að vestanverðu. Búast má við einhverjum truflunum vegna umferðar vinnuvéla og vörubíla og eru vegfarendur því beðnir að sýna fyllstu aðgát og fylgja merkingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×