Enski boltinn

Poyet: Missi vonandi ekki hárið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Poyet bíður vandasamt verk
Poyet bíður vandasamt verk MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Gus Poyet er staðráðinn í að njóta lífsins sem knattspyrnustjóri Sunderland en hann stýrir liðinu í annað sinn í dag þegar liðið tekur á móti erkifjendum sínum í Newcastle klukkan 13:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Poyet horfði á lið sitt tapa 4-0 fyrir Swansea í fyrsta leik sínum við stjórnvölinn en Sunderland er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með eitt stig í átta leikjum.

„Ég vil njóta lífsins og ég vil njóta mín hjá félaginu,“ sagði Poyet sem tók við af Paolo Di Canio fyrr í mánuðinum.

„Ég vil hvorki fá hjartaáfall né missa hárið af því að vera hérna. Því lengur sem illa gengur er því mun líklegra að verði sköllóttur. Þannig er ég.

„Ég vil njóta mín í kvöld með fjölskyldu minni, borða góða máltíð og tala um hve góður leikurinn var,“ sagði Poyet sem vinnur markvisst að því að bæta andann í hópnum hjá Sunderland með því að fara með liðið að borða í vikunni fyrir leikinn.

„Framkvæmdarstjórinn fer einu sinni. Eftir það vilja leikmenn ekki hafa hann með. Ég var leikmaður og ég vildi framkvæmdarstjórann ekki með.

„Við þurfum að eyða tíma saman og tala um hluti. Þetta snýst ekki um að hlægja og njóta sín of mikið en ég get ekki beðið stuðningsmennina um að standa með okkur ef aðalliðið er ekki í þessu saman.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×