Enski boltinn

Flamini missir af þremur stórleikjum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Mathieu Flamini miðjumaður Arsenal verður frá næstu tvær vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í upphafi leiks Arsenal og Crystal Palace í gær.

Flamini missir af leikjum gegn Liverpool, Chelsea og Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu vegna meiðsla í nára sem urðu til þess að honum var skipt af leikvelli á 8. mínútu í gær.

Reiknað er með því að Flamini leiki næst þegar Arsenal sækir Manchester United heim 10. nóvember en áður mun hann missa af toppslagnum við Liverpool um næstu helgi, Meistaradeildarleik gegn Dortmund og deildarbikarleik gegn Chelsea á þriðjudaginn.

Flamini hefur leikið frábærlega að miðjunni hjá Arsenal eftir að hann snéri aftur til félagsins í sumar og verið akkerið fyrir aftan skapandi miðjumenn félagsins sem hafa farið á kostum í upphafi leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×