Fótbolti

Zidane tekur upp hanskann fyrir Gerrard

Gerrard er hér að tækja Zidane í landsleik.
Gerrard er hér að tækja Zidane í landsleik.
Franska fótboltagoðsögnin Zinedine Zidane er ekki sáttur við þá gagnrýni sem Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fær í nýútkominni bók Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Man. Utd.

Þar segir Ferguson að Gerrard hafi aldrei verið á meðal þeirra bestu og hafi átt undir högg að sækja gegn mönnum eins og Roy Keane og Paul Scholes.

"Það er óumdeilt að Ferguson er einn besti þjálfari allra tíma. En mér finnst ummæli hans um Gerrard afar furðuleg," sagði Zidane.

"Að segja hann ekki einn af þeim bestu er rangt. Í tvö til þrjú ár var Gerrard besti miðjumaður heims. Hann er þess utan enn að spila meðal þeirra bestu. Bæði með liði sínu og í landsliðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×