Enski boltinn

Villas-Boas lætur stuðningsmenn Spurs heyra það

Villas-Boas er allt annað en sáttur.
Villas-Boas er allt annað en sáttur.
Tottenham marði sigur, 1-0, á Hull City í dag. Eftir leik lýsti stjóri liðsins, Andre Villas-Boas, yfir vonbrigðum sínum með stuðningsmenn liðsins.

"Leikmenn eiga þennan sigur. Þeir sáu um þetta alveg sjálfir. Þetta var eins og að spila á útivelli. Það er erfitt að spila þegar stuðningurinn er nánast enginn," sagði Villas-Boas en hann á líklega ekki eftir að vinna sér inn nein prik með þessum ummælum.

"Við eigum flotta stuðningsmenn og ég veit að þeir geta miklu betur en þeir gerðu í dag. Þeir hafa til að mynda staðið sig mjög vel á útivelli.

"Við þurfum að fá alvöru stuðning á heimavelli en ekki þá neikvæðni sem réð ríkjum í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×