Nýtt lag frá Lay Low 29. október 2013 10:29 Lay Low Fréttablaðið/Stefán Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Gently og er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunar sem kemur út 15. nóvember næstkomandi. Lay Low hefur unnið að upptökum og upptökustjórn sjálf en fékk breska upptökustjórann Ian Grimble til að vinna að hljóðblöndun plötunnar. Ian þessi hefur starfað með listamönnum á borð við Daughter, Beth Orton, Manic Street Preachers og Travis. Fyrsta smáskífulagið, Gently, gefur tóninn fyrir nýju plötuna en hún ber nafnið Talking About the Weather og inniheldur 11 lög. Talking About the Weather verður fjórða breiðskífa Lay Low en hún hefur áður sent frá sér Please Don't Hate Me, Farewell Good Night’s Sleep og nú síðast Brostinn Streng árið 2011. Lay Low sendi reyndar frá sér tónleikaplötu fyrr á árinu frá tónleikum sem hún streymdi beint frá stofunni heima hjá sér. Sú útgáfa markaði jafnframt upphafið að nýju samstarfi milli hennar og plötuútgáfunnar Record Records. Lay Low kemur fram með nýrri hljómsveit á Iceland Airwaves hátíðinni í vikunni en þar kemur hún fram tvisvar sinnum: miðvikudaginn 30. nóvember í Hörpu (Kaldalón) á miðnætti og í Hörpu (Norðurljós) fimmtudaginn 31 okt kl. 20:50, auk þess að spila á off-venue tónleikum yfir helgina. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Gently og er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunar sem kemur út 15. nóvember næstkomandi. Lay Low hefur unnið að upptökum og upptökustjórn sjálf en fékk breska upptökustjórann Ian Grimble til að vinna að hljóðblöndun plötunnar. Ian þessi hefur starfað með listamönnum á borð við Daughter, Beth Orton, Manic Street Preachers og Travis. Fyrsta smáskífulagið, Gently, gefur tóninn fyrir nýju plötuna en hún ber nafnið Talking About the Weather og inniheldur 11 lög. Talking About the Weather verður fjórða breiðskífa Lay Low en hún hefur áður sent frá sér Please Don't Hate Me, Farewell Good Night’s Sleep og nú síðast Brostinn Streng árið 2011. Lay Low sendi reyndar frá sér tónleikaplötu fyrr á árinu frá tónleikum sem hún streymdi beint frá stofunni heima hjá sér. Sú útgáfa markaði jafnframt upphafið að nýju samstarfi milli hennar og plötuútgáfunnar Record Records. Lay Low kemur fram með nýrri hljómsveit á Iceland Airwaves hátíðinni í vikunni en þar kemur hún fram tvisvar sinnum: miðvikudaginn 30. nóvember í Hörpu (Kaldalón) á miðnætti og í Hörpu (Norðurljós) fimmtudaginn 31 okt kl. 20:50, auk þess að spila á off-venue tónleikum yfir helgina.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira