Enski boltinn

Fabio vill fara frá Manchester United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fabio í  leik með United
Fabio í leik með United nordicphotos/getty
Fabio, leikmaður Manchester United, vill yfirgefa félagið en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri með liðinu undanfarið ár.

En þessi 23 ára bakvörður hefur ekki náð að vinna sér sæti í liðinu en þeir Patrice Evra og Alexander Büttner eru báðir á undan Fabio da Silva í goggunarröðinni.

„Það er orðið líklegt að ég fari frá félaginu næst þegar félagaskiptaglugginn opnar eða næsta sumar.“

Fabio var á láni hjá QPR á síðasta tímabili og á litla framtíð fyrir sér hjá Englandsmeisturunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×