Enski boltinn

Danny Murphy leggur skóna á hilluna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Danny Murphy í leik með Blackburn
Danny Murphy í leik með Blackburn nordicphotos / getty
Knattspyrnumaðurinn Danny Murphy hefur nú tilkynnt að hann hefur lagt skóna á hilluna en hann lék með Blackburn Rovers á síðustu leiktíð.

Leikmaðurinn á að baka yfir 600 leiki sem atvinnumaður og lék meðal annars með Crewe, Liverpool , Charlton, Tottenham, Fulham og Blackburn.

Þessi 36 ára miðjumaður vann enska bikarinn á sínum ferli, tvo deildarbikara og Evrópukeppni félagsliða á sínum ferli með Liverpool. Hann tók einnig þátt í úrslitaleik í Evrópudeildinni með Fulham.

   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×