Umfjöllun,viðtöl, myndir og einkunnir: Ísland - Kýpur 2-0 | Úrslitaleikur á Ullevaal Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 11. október 2013 09:43 Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Vilhelm Gylfi Þór og Kolbeinn sáu um Kýpverja í öruggum 2-0 sigri íslenska landsliðsins í Laugardalnum í kvöld. Þrátt fyrir að hafa þurft að bíða eftir fyrsta marki leiksins var íslenska liðið mun betra frá fyrstu mínútu og voru úrslitin fullkomnlega sanngjörn.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Laugardalsvellinum í kvöld og náði mörgum skemmtilegu myndum sem hægt er að skoða hér fyrir ofan. Leikurinn í kvöld var næst síðasti leikur íslenska liðsins í E-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2014. Sigur í kvöld gat gengið langt með að tryggja sæti liðsins í umspili um sæti væru önnur úrslit liðinu hagstæð. Íslendingar spiluðu undan vindi í fyrri hálfleik og pressuðu stíft frá fyrstu mínútu. Liðinu gekk hinsvegar illa að skapa sér góð færi. Besta færi hálfleiksins féll í skaut Birkis Bjarnasonar sem fékk sendingu á fjærstöng en skallaði yfir af stuttu færi. Þrátt fyrir nokkur ágætis færi vantaði herslumuninn í sóknarleik íslenska liðsins í fyrri hálfleik og var staðan markalaus í hálfleik. Við mátti búast að Kýpverjar myndu sitja til baka í leiknum og reyna að næla sér í stig. Það kom upp á daginn í fyrri hálfleik, liðið spilaði aftarlega og varðist vel en sóknarleikurinn var skilinn eftir í búningsklefanum. Þrátt fyrir að spila á móti vindi í seinni hálfleik héldu Íslendingarnir áfram pressuni. Íslenska liðið uppskar loksins mark eftir klukkutíma leik. Gylfi Þór Sigurðsson átti þá fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Jóhann Berg lék á varnarmann og átti skot sem Antonis Giorgallidis varði. Kolbeinn Sigþórsson var hinsvegar fyrstur mættur í frákastið að pota boltanum yfir línuna. Gylfi Þór róaði svo verulega taugar íslenska liðsins þegar tæplega korter var eftir af leiknum með öðru marki liðsins. Birkir átti þá skot sem Giorgallidis varði en Gylfi var mættur fyrstur og skallaði boltann yfir línuna. Gríðarlega mikilvægt mark sem gekk langt með að klára leikinn og Lagerback var fljótur að kippa Aroni Einari og Gylfa af vellinum til að passa upp á leikbönn. Íslenska liðið sat aftur seinustu mínútur leiksins og sigldi sigrinum örugglega heim. Frábær sigur hjá strákunum sem með sigrinum halda öðru sæti riðilsins og eru með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleiknum. Við tekur leikur gegn Norðmönnum á þriðjudaginn í Osló þar sem íslenska liðið getur tryggt sér sæti í umspilisleik um sæti á HM. Birkir: Maður þarf að vera klókur í stöðunni 2-0„Mörkin voru ekki að koma í fyrri hálfleik en við róuðum okkur niður í hálfleik og vissum að þetta myndi koma á endanum," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Þetta var svolítið lokað í upphafi seinni hálfleiks en eftir markið gátum við reynt að spila aðeins meira. Við spiluðum vel heilt yfir, sköpuðum okkur helling af færum og ég er ánægður með leikinn," Það var ljóst frá upphafi að gestirnir voru komnir til að reyna að ná stigi. „Maður er alltaf pirraður þegar maður skorar ekki mörk þótt við höfum fengið færin. Við vorum þolinmóðir, markið hlaut að detta í lokin," Seinna mark íslenska liðsins gerði út um leikinn þegar korter var eftir af leiknum og gat Lars hvílt lykilleikmenn á lokametrunum. „Maður þarf að vera klókur þegar maður er kominn í 2-0. Við reyndum bara að halda boltanum, pressa stíft og ekki leyfa þeim að koma inn í leikinn," Birkir bjó í 12 ár í Noregi og verður verkefnið á þriðjudaginn því sérstakt fyrir hann. Aðspurður hvort hann væri ekki túlkur liðsins tók hann vel í þá hugmynd. „Þetta verður spennandi, þótt þeir séu úr leik þá held ég að þeir gefi okkur ekkert eftir. Maður bjó þarna í 12 ár svo maður er fínn í norskunni," Hannes: Gefur mér auka kraft að halda hreinu„Þetta er ótrúlega sæt sigurtilfinning, þetta var gríðarlega mikilvægur leikur og það getur allt gerst í fótbolta. Þótt við höfum verið sigurstranglegri aðili fyrir leik er svakalegur léttir að klára þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Við vorum miklu sterkara liðið allan leikinn og við spiluðum vel í dag. Þetta var bara verðskuldaður sigur," Hannes hafði það nokkuð náðugt í dag, Kýpverjar lögðu ekki mikið í sóknarleikinn. „Þannig séð já, það var ekki mikið sem kom á markið. Maður má samt ekki gleyma sér, maður er alltaf að hugsa um leikinn. Mér finnst aldrei ekkert að gera hjá mér en vissulega var fátt um sóknardrætti hjá þeim, varnarlínan stóð sig frábærlega," Þetta var aðeins í annað sinn sem íslenska liðið fær ekki á sig mark í undakeppninni. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir mig, það er það sem allir markmenn stefna á fyrir leik. Að halda hreinu gefur þessum sigri smá auka kraft fyrir mig. Þótt það hafi ekki verið margar vörslur er það alltaf mikilvægt að halda hreinu," Með öðru markinu gátu Íslendingar fært sig aftar á völlinn og haldið fengnum hlut. „Það getur allt gerst í fótbolta, það hefði verið hættulegt að fara inn í lokamínúturnar með eins marks forskot svo seinna markið var gríðarlegur léttir," sagði Hannes. Jóhann Berg: Vissum að þeir myndu vera með allskonar leikrit„Þetta er gríðarlegur léttir, þetta var mjög mikilvægur leikur og flott að ná að klára hann 2-0," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Við áttum mörg færi í fyrri hálfleik sem við hefðum getað klárað. Við töluðum saman í hálfleik og töluðum um að vera þolinmóðir og einbeita okkur að okkar leik og þá myndi markið detta," Gestirnir lögðu upp með að liggja aftur í leiknum og reyna að halda stiginu. „Við vissum að þeir myndu koma hingað og vera með allskonar leikrit. Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir þegar þeir hentu sér í jörðina en við biðum eftir okkar tækifæri," Jóhann var spenntur fyrir lokaleiknum gegn Noregi á þriðjudaginn. „Það er bara frábært að vera með þetta í eigin höndum, við þurfum ekki að treysta á neinn annan en okkur. Ef við erum allir klárir í þann leik þá held ég að við eigum mjög góðan séns á að vinna þann leik," sagði Jóhann. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Aron og Gylfi teknir af velli vegna meiðsla Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru teknir af velli í síðari hálfleik gegn Kýpur í kvöld vegna minniháttar meiðsla. 11. október 2013 21:13 Ísland þarf að ná úrslitum á pari við Slóvena Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er í dauðafæri á sæti í umspili fyrir HM í Brasilíu næsta sumar eftir 2-0 sigurinn gegn Kýpur í kvöld. 11. október 2013 21:33 Eiður Smári: Erum með betra lið en Kýpur „Skyldusigur er kannski full gróft orð en þetta var vissulega sigur sem fólk mátti búast við miðað við styrkleika og stöðu í riðlinum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. 11. október 2013 21:45 Landsliðsþjálfararnir spurðu blaðamenn álits Allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins verða klárir í slaginn í Osló ef frá er talinn Ólafur Ingi Skúlason sem er tognaður aftan í læri. 11. október 2013 21:25 Hver er Vincent Laban-Bounayre? Líklega kannast fáir við nafnið en sá hinn sami var sá eini úr liði Kýpverja sem skaut að marki í landsleiknum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2013 21:56 Kolbeinn: Mikilvægasti leikur Íslands í sögunni framundan "Mér finnst það algjört aukaatriði þó ég skori í leikjum og það mikilvægasta var að ná í þessi þrjú stig,“ segir markaskorarinn Kolbeinn Sigþórsson, eftir sigurinn, 2-0, á Kýpverjum í kvöld. 11. október 2013 21:40 Gylfi Þór: Ekki mitt fallegasta mark „Þetta var skyldusigur til að halda okkur áfram í séns að komast í umspilið. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki fyrr," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. 11. október 2013 21:32 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Gylfi Þór og Kolbeinn sáu um Kýpverja í öruggum 2-0 sigri íslenska landsliðsins í Laugardalnum í kvöld. Þrátt fyrir að hafa þurft að bíða eftir fyrsta marki leiksins var íslenska liðið mun betra frá fyrstu mínútu og voru úrslitin fullkomnlega sanngjörn.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Laugardalsvellinum í kvöld og náði mörgum skemmtilegu myndum sem hægt er að skoða hér fyrir ofan. Leikurinn í kvöld var næst síðasti leikur íslenska liðsins í E-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2014. Sigur í kvöld gat gengið langt með að tryggja sæti liðsins í umspili um sæti væru önnur úrslit liðinu hagstæð. Íslendingar spiluðu undan vindi í fyrri hálfleik og pressuðu stíft frá fyrstu mínútu. Liðinu gekk hinsvegar illa að skapa sér góð færi. Besta færi hálfleiksins féll í skaut Birkis Bjarnasonar sem fékk sendingu á fjærstöng en skallaði yfir af stuttu færi. Þrátt fyrir nokkur ágætis færi vantaði herslumuninn í sóknarleik íslenska liðsins í fyrri hálfleik og var staðan markalaus í hálfleik. Við mátti búast að Kýpverjar myndu sitja til baka í leiknum og reyna að næla sér í stig. Það kom upp á daginn í fyrri hálfleik, liðið spilaði aftarlega og varðist vel en sóknarleikurinn var skilinn eftir í búningsklefanum. Þrátt fyrir að spila á móti vindi í seinni hálfleik héldu Íslendingarnir áfram pressuni. Íslenska liðið uppskar loksins mark eftir klukkutíma leik. Gylfi Þór Sigurðsson átti þá fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Jóhann Berg lék á varnarmann og átti skot sem Antonis Giorgallidis varði. Kolbeinn Sigþórsson var hinsvegar fyrstur mættur í frákastið að pota boltanum yfir línuna. Gylfi Þór róaði svo verulega taugar íslenska liðsins þegar tæplega korter var eftir af leiknum með öðru marki liðsins. Birkir átti þá skot sem Giorgallidis varði en Gylfi var mættur fyrstur og skallaði boltann yfir línuna. Gríðarlega mikilvægt mark sem gekk langt með að klára leikinn og Lagerback var fljótur að kippa Aroni Einari og Gylfa af vellinum til að passa upp á leikbönn. Íslenska liðið sat aftur seinustu mínútur leiksins og sigldi sigrinum örugglega heim. Frábær sigur hjá strákunum sem með sigrinum halda öðru sæti riðilsins og eru með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleiknum. Við tekur leikur gegn Norðmönnum á þriðjudaginn í Osló þar sem íslenska liðið getur tryggt sér sæti í umspilisleik um sæti á HM. Birkir: Maður þarf að vera klókur í stöðunni 2-0„Mörkin voru ekki að koma í fyrri hálfleik en við róuðum okkur niður í hálfleik og vissum að þetta myndi koma á endanum," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Þetta var svolítið lokað í upphafi seinni hálfleiks en eftir markið gátum við reynt að spila aðeins meira. Við spiluðum vel heilt yfir, sköpuðum okkur helling af færum og ég er ánægður með leikinn," Það var ljóst frá upphafi að gestirnir voru komnir til að reyna að ná stigi. „Maður er alltaf pirraður þegar maður skorar ekki mörk þótt við höfum fengið færin. Við vorum þolinmóðir, markið hlaut að detta í lokin," Seinna mark íslenska liðsins gerði út um leikinn þegar korter var eftir af leiknum og gat Lars hvílt lykilleikmenn á lokametrunum. „Maður þarf að vera klókur þegar maður er kominn í 2-0. Við reyndum bara að halda boltanum, pressa stíft og ekki leyfa þeim að koma inn í leikinn," Birkir bjó í 12 ár í Noregi og verður verkefnið á þriðjudaginn því sérstakt fyrir hann. Aðspurður hvort hann væri ekki túlkur liðsins tók hann vel í þá hugmynd. „Þetta verður spennandi, þótt þeir séu úr leik þá held ég að þeir gefi okkur ekkert eftir. Maður bjó þarna í 12 ár svo maður er fínn í norskunni," Hannes: Gefur mér auka kraft að halda hreinu„Þetta er ótrúlega sæt sigurtilfinning, þetta var gríðarlega mikilvægur leikur og það getur allt gerst í fótbolta. Þótt við höfum verið sigurstranglegri aðili fyrir leik er svakalegur léttir að klára þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Við vorum miklu sterkara liðið allan leikinn og við spiluðum vel í dag. Þetta var bara verðskuldaður sigur," Hannes hafði það nokkuð náðugt í dag, Kýpverjar lögðu ekki mikið í sóknarleikinn. „Þannig séð já, það var ekki mikið sem kom á markið. Maður má samt ekki gleyma sér, maður er alltaf að hugsa um leikinn. Mér finnst aldrei ekkert að gera hjá mér en vissulega var fátt um sóknardrætti hjá þeim, varnarlínan stóð sig frábærlega," Þetta var aðeins í annað sinn sem íslenska liðið fær ekki á sig mark í undakeppninni. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir mig, það er það sem allir markmenn stefna á fyrir leik. Að halda hreinu gefur þessum sigri smá auka kraft fyrir mig. Þótt það hafi ekki verið margar vörslur er það alltaf mikilvægt að halda hreinu," Með öðru markinu gátu Íslendingar fært sig aftar á völlinn og haldið fengnum hlut. „Það getur allt gerst í fótbolta, það hefði verið hættulegt að fara inn í lokamínúturnar með eins marks forskot svo seinna markið var gríðarlegur léttir," sagði Hannes. Jóhann Berg: Vissum að þeir myndu vera með allskonar leikrit„Þetta er gríðarlegur léttir, þetta var mjög mikilvægur leikur og flott að ná að klára hann 2-0," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Við áttum mörg færi í fyrri hálfleik sem við hefðum getað klárað. Við töluðum saman í hálfleik og töluðum um að vera þolinmóðir og einbeita okkur að okkar leik og þá myndi markið detta," Gestirnir lögðu upp með að liggja aftur í leiknum og reyna að halda stiginu. „Við vissum að þeir myndu koma hingað og vera með allskonar leikrit. Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir þegar þeir hentu sér í jörðina en við biðum eftir okkar tækifæri," Jóhann var spenntur fyrir lokaleiknum gegn Noregi á þriðjudaginn. „Það er bara frábært að vera með þetta í eigin höndum, við þurfum ekki að treysta á neinn annan en okkur. Ef við erum allir klárir í þann leik þá held ég að við eigum mjög góðan séns á að vinna þann leik," sagði Jóhann.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Aron og Gylfi teknir af velli vegna meiðsla Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru teknir af velli í síðari hálfleik gegn Kýpur í kvöld vegna minniháttar meiðsla. 11. október 2013 21:13 Ísland þarf að ná úrslitum á pari við Slóvena Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er í dauðafæri á sæti í umspili fyrir HM í Brasilíu næsta sumar eftir 2-0 sigurinn gegn Kýpur í kvöld. 11. október 2013 21:33 Eiður Smári: Erum með betra lið en Kýpur „Skyldusigur er kannski full gróft orð en þetta var vissulega sigur sem fólk mátti búast við miðað við styrkleika og stöðu í riðlinum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. 11. október 2013 21:45 Landsliðsþjálfararnir spurðu blaðamenn álits Allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins verða klárir í slaginn í Osló ef frá er talinn Ólafur Ingi Skúlason sem er tognaður aftan í læri. 11. október 2013 21:25 Hver er Vincent Laban-Bounayre? Líklega kannast fáir við nafnið en sá hinn sami var sá eini úr liði Kýpverja sem skaut að marki í landsleiknum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2013 21:56 Kolbeinn: Mikilvægasti leikur Íslands í sögunni framundan "Mér finnst það algjört aukaatriði þó ég skori í leikjum og það mikilvægasta var að ná í þessi þrjú stig,“ segir markaskorarinn Kolbeinn Sigþórsson, eftir sigurinn, 2-0, á Kýpverjum í kvöld. 11. október 2013 21:40 Gylfi Þór: Ekki mitt fallegasta mark „Þetta var skyldusigur til að halda okkur áfram í séns að komast í umspilið. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki fyrr," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. 11. október 2013 21:32 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Aron og Gylfi teknir af velli vegna meiðsla Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru teknir af velli í síðari hálfleik gegn Kýpur í kvöld vegna minniháttar meiðsla. 11. október 2013 21:13
Ísland þarf að ná úrslitum á pari við Slóvena Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er í dauðafæri á sæti í umspili fyrir HM í Brasilíu næsta sumar eftir 2-0 sigurinn gegn Kýpur í kvöld. 11. október 2013 21:33
Eiður Smári: Erum með betra lið en Kýpur „Skyldusigur er kannski full gróft orð en þetta var vissulega sigur sem fólk mátti búast við miðað við styrkleika og stöðu í riðlinum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. 11. október 2013 21:45
Landsliðsþjálfararnir spurðu blaðamenn álits Allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins verða klárir í slaginn í Osló ef frá er talinn Ólafur Ingi Skúlason sem er tognaður aftan í læri. 11. október 2013 21:25
Hver er Vincent Laban-Bounayre? Líklega kannast fáir við nafnið en sá hinn sami var sá eini úr liði Kýpverja sem skaut að marki í landsleiknum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2013 21:56
Kolbeinn: Mikilvægasti leikur Íslands í sögunni framundan "Mér finnst það algjört aukaatriði þó ég skori í leikjum og það mikilvægasta var að ná í þessi þrjú stig,“ segir markaskorarinn Kolbeinn Sigþórsson, eftir sigurinn, 2-0, á Kýpverjum í kvöld. 11. október 2013 21:40
Gylfi Þór: Ekki mitt fallegasta mark „Þetta var skyldusigur til að halda okkur áfram í séns að komast í umspilið. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki fyrr," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. 11. október 2013 21:32