Fótbolti

Landsliðsþjálfararnir spurðu blaðamenn álits

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Pjetur
Allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins verða klárir í slaginn í Osló ef frá er talinn Ólafur Ingi Skúlason sem er tognaður aftan í læri.

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson staðfestu á blaðamannafundi í kvöld að Ólafur Ingi myndi ekki ná sér fyrir leikinn í Osló. Aðspurður hvort einhver yrði kallaður í hópinn í hans stað sagði sá sænski:

„Nei, ætli það. Eða ég veit það ekki, hvað finnst þér Heimir?“

Heimir svaraði að bragði að ætli það væri ekki best að þeir ræddu það síðar í kvöld en horfði svo í átt til undirritaðs.

„Hvað finnst þér að við ættum að gera?“

Undirritaður lagði til að maður yrði kallaður í stað Ólafs Inga sem félagarnir sögðust myndu taka til umhugsunar.

Ólafur Ingi verður hér á landi til sunnudags líkt og aðrir leikmenn liðsins. Hann heldur þá til Belgíu þegar kollegar hans stíga upp í vélina til Osló.


Tengdar fréttir

Eiður Smári: Erum með betra lið en Kýpur

„Skyldusigur er kannski full gróft orð en þetta var vissulega sigur sem fólk mátti búast við miðað við styrkleika og stöðu í riðlinum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn.

Hver er Vincent Laban-Bounayre?

Líklega kannast fáir við nafnið en sá hinn sami var sá eini úr liði Kýpverja sem skaut að marki í landsleiknum á Laugardalsvelli í kvöld.

Aron Einar: Við ætlum okkur áfram í umspil

“Við gerðum allt sem gera þurfti í kvöld,” segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 2-0 sigur á Kýpur í kvöld.

Gylfi Þór: Ekki mitt fallegasta mark

„Þetta var skyldusigur til að halda okkur áfram í séns að komast í umspilið. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki fyrr," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×