Fótbolti

Aron Einar: Við ætlum okkur áfram í umspil

Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar
“Við gerðum allt sem gera þurfti í kvöld,” segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 2-0 sigur á Kýpur í kvöld.

„Þetta var þolinmæðisvinna eins og sást. Við vorum mikið með boltann í leiknum og áttum erfitt með að koma boltanum í netið til að byrja með. Við vorum  að skapa sér mörg færi og vorum ekkert að hengja haus í hálfleik þrátt fyrir að staðan væri 0-0".

Kolbeinn Sigþórsson gerði fyrsta mark leiksins þegar hálftími var eftir af leiknum en það losaði greinilega um ákveðna taugaspennu sem var í liðinu.

„Það var gríðarlegur léttir að sjá boltann í netinu en við urðum að halda einbeitingu og klára leikinn með sæmd. Við ætlum okkur síðan áfram í þetta umspil og förum í leikinn gegn Norðmönnum til að vinna.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×