Fótbolti

Hverjir fara á HM í Brasilíu?

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum 2010
Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum 2010 NordicPhotos/AFP
Nú eru línur farnar að skýrast fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem haldið verður í Brasilíu á næsta ári. Eins og flestum er kunnugt hefur íslenska liðið góða möguleika á því að komast í umspil. Takist íslensku strákunum að sigra Noreg á þriðjudaginn tryggja þeir sér annað sætið í sínum riðli og þar með rétt á umspilsleikjum.

Alls eru fjórtán lið komin áfram í úrslitakeppnina en mörg lið eiga ennþá fínan möguleika á sæti.

Baráttan er eitilhörð í flestum heimsálfum og þá sér í lagi í Evrópu og verður fróðlegt að fylgjast með leikjunum á þriðjudaginn kemur.  

Rúllum í gegnum hvaða lið eru komin á HM og hvaða lið eiga ennþá möguleika.

Afríka

Sigurvegarar úr eftirtöldum viðureignum komast á HM. Fyrri leikirnir eru spilaðir í þessu landsleikjahléi en síðari leikirnir verða í nóvember.

Alsír  - Búrkina Faso (Búrkina Faso vann fyrri leikinn 3-2)

Fílabeinsströndin – Senegal (Fílabeinsströndin vann fyrri leikinn 3-1)

Eþíópía – Nígería (Nígería vann fyrri leikinn 1-2)

Túnis – Kamerún (Fyrri leikurinn endaði 0-0)

Gana - Egyptaland

Asía

Komin áfram: Ástralía, Íran, Japan og Suður Kórea

Eiga enn möguleika: Jórdanía, ef þeir vinna liðið sem er í fimmta sæti í undankeppninni í Suður-Ameríku.

Evrópa

Komin áfram: Belgía, Þýskaland, Ítalía, Holland og Sviss

Eiga ennþá möguleika: Efstu liðin í riðlum A, B, C, D og E eru búin að tryggja sig á mótið en átta lið með besta árangurinn í örðu sæti taka spila umspilsleiki. Hér fyrir neðan má sjá þau lið sem gætu lent í öðru sæti.

A-riðill: Króatía búið að tryggja sér annað sætið með 17 stig

B-riðill: Búlgaría í öðru sæti (13 stig), Danmörk í þriðja sæti(13 stig) , Tékkland í fjórða ( 12 stig) eða Armenía í fimmta sæti(12 stig)

C-riðill: Svíþjóð búið að tryggja sig með 20 stig

D-riðill: Tyrkland (16 stig), Rúmenía (16 stig) eða Ungverjaland (14 stig)

E-riðill: Ísland í öðru sæti(16 stig) eða Slóvenía í þriðja sæti (15 stig)

F-riðill: Rússland er í fyrsta sæti með 21 stig en Portúgal í öðru með 18

G-riðill: Bosnía er í fyrsta sæti með 22 stig en Grikkland er í öðru með jafnmörg stig.

H-riðill: England er í fyrsta sæti með 19 stig, Úkraína í öðru með 18 og Svartfjallaland í þriðja með 15

I-riðill: Spánn er í efsta sæti með 17 stig og Frakkland í öðru með 14.

Leikir liðanna við liðið í neðsta sæti í sínum riðli verða ekki tekin með inn í útreikninginn þar sem fimm lið eru í I-riðli en sex í öllum öðrum.

Norður- og Mið-Ameríka ásamt eyjum í Karapískahafinu

Komin áfram: Kosta Ríka og Bandaríkin

Eiga enn möguleika: Hondúras og Mexíkó berjast um þriðja sætið sem gefur þeim sæti á mótinu en ásamt þeim hefur Panama möguleika á því að komast í fjórða sætið sem gefur rétt á umspilsleikjum við Nýja Sjáland.

Eyjaálfa

Komin áfram: Ekkert lið er komið áfram fyrir utan Ástralíu sem háir sína baráttu í Asíu.

Eiga enn möguleika: Nýja Sjáland rúllaði upp undankeppninni og spila umspilsleiki við Hondúras, Mexíkó eða Panama.

Suður Ameríka

Komin áfram: Argentína, Brasilía (gestgjafar) og Kólumbía

Eiga enn möguleika: Ekvador, Síle og Úrúgvæ eiga öll möguleika og tvö af þessum þremur liðum fara áfram. Liðið í fimmta sæti spilar umspilsleiki við Jórdaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×