Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland U-21 - Frakkland U-21 | 3-4 Fyrsta tap Íslands Sigmar Sigfússon á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2013 11:21 Frá leiknum gegn Frökkum í kvöld. myndir / arnþór Íslenska U21 landslið karla í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM, 3-4, á móti Frökkum á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en Frakkar eru með gríðarlega sterkt lið og unnu leikinn sanngjarnt þar sem þeir voru sterkara aðilinn heilt yfir. Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum og strákarnir voru ógnandi á upphafsmínútum. Sverrir Ingi Ingason fékk dauðafæri á 7. mínútu eftir hornspyrnu frá Guðmundi Þórarinssyni sem fór yfir markið. Sverrir skallaði knöttinn niður í grasið og yfir. Félagarnir tveir frá því fyrr í leiknum endurtóku leikinn. Guðmundur átti þá frábæra sendingu inn á teig úr aukaspyrnu. Þar stekkur Sverrir Ingi hæst allra og skallar knöttinn snyrtilega í markið. Ísland komið í eins marks forystu á 9. mínútu. Eftir markið hjá Íslandi settu Frakkar sig í gírinn. Þeir pressuðu stíft að marki Íslands nánast allan hálfleikinn þar til þeir jöfnuðu leikinn á 41. mínútu. Þar var að verki Lindsey Rose með frábærum skalla eftir sendingu inn á teig úr aukaspyrnu. Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik. Lindsey Rose var aftur á ferðinni 56. mínútu en í þetta sinn skoraði hann í sitt eigið mark. Hörður Björgvin Magnússon átti þá langt innkast inn á teiginn og eftir barning í teignum misheppnast hreinsun frá Lindsey sem endar í markinu. Íslands komið aftur yfir í leiknum, 2-1, og útlitið gott. En franska liðið er sterkt og þeir skoruðu næstu tvö mörkin með tveggja mínútna millibili. Yassine Benzia skoraði bæði mörkin á 67. mínútu og á 69. mínútu. Frakkar komnir yfir 2-3 og sýndu hversu fljótt þeir geta refsað liðum. Hólmbert Aron Friðþjófsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Ísland fékk dæmda vítaspyrnu þegar að boltinn fór í höndina á frönskum leikmanni eftir þrumskot frá Brynjari Gauta Guðjónssyni. Hólmbert fór á punktinn og skoraði örugglega í sinni fyrstu snertingu í leiknum. Staðan jöfn, 3-3, og leikurinn orðinn spennandi á ný. Hörður Björgvin fékk þá dæmda á sig vítaspynu hinum megin á vellinum þegar hann fékk boltann í höndina inn í teig. Aðalstjarna og fyrirliði Frakka, Geoffrey Kondogbie, leikmaður Monaco, skoraði úr vítaspyrnunni á 83. mínútu með föstu skoti. Lengra komust okkar menn ekki og Frakkar sigruðu leikinn, 3-4, í skemmtilegum marka leik. Eyjólfur: Liðið er að verða betra og betra„Við áttum meira skilið úr þessum leik. Að skora þrjú mörk á móti svona frábæru liði er stórkostlegt. Við erum mjög sterkir í föstum leikatriðum“, sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Íslands eftir leikinn. „Liðið hefur verið að vaxa og er alltaf að verða betra og betra. Við ætlum okkur stóra hluti og erum farnir að einbeita okkur að næsta leik.“ „Svona leikur fer í reynslubankann hjá leikmönnum og menn koma sterkari tilbaka. Ég er sáttur með að skora þrjú mörk á svona öflugt lið og vinnsluna í liðinu sömuleiðis.“ „Við vorum mjög skipulagðir og vorum að gefa fá færi á okkur. Ég er sáttastur með það úr þessum leik,“ sagði Eyjólfur að lokum. Sverrir Ingi: við ætluðum að fá meira út úr þessum leik.„Mjög svekkjandi að ná engu út úr þessum leik. Við lögðum okkur allir 100% fram, vorum að spila við besta liðið í heiminum í þessum aldurflokki og áttum í fullu tré við þá,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, sem skoraði fyrsta mark íslenska liðsins, eftir leikinn. „Þeir voru gífurlega öflugir en það er of mikið að fá á sig fjögur mörk. Við skoruðum samt þrjú á móti þeim sem er mjög jákvætt.“ „Þeir fengu víti sem var mjög vafasamt og svo áttu þeir tvær góðar sóknir sem þeir brutu vörnina. Annars gáfum við þeim ekki mörg færi.“ „Við skorum þrjú mörk sem á að vera nóg til þess að vinna fótboltaleik og við ætluðum að fá meira út úr þessum leik. Við erum með flotta fótboltamenn sem vilja fara sem lengst. Við erum ekkert hættir, við ætlum okkur sem lengst og í þetta umspil,“ sagði Sverrir ákveðinn að lokum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Sjá meira
Íslenska U21 landslið karla í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM, 3-4, á móti Frökkum á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en Frakkar eru með gríðarlega sterkt lið og unnu leikinn sanngjarnt þar sem þeir voru sterkara aðilinn heilt yfir. Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum og strákarnir voru ógnandi á upphafsmínútum. Sverrir Ingi Ingason fékk dauðafæri á 7. mínútu eftir hornspyrnu frá Guðmundi Þórarinssyni sem fór yfir markið. Sverrir skallaði knöttinn niður í grasið og yfir. Félagarnir tveir frá því fyrr í leiknum endurtóku leikinn. Guðmundur átti þá frábæra sendingu inn á teig úr aukaspyrnu. Þar stekkur Sverrir Ingi hæst allra og skallar knöttinn snyrtilega í markið. Ísland komið í eins marks forystu á 9. mínútu. Eftir markið hjá Íslandi settu Frakkar sig í gírinn. Þeir pressuðu stíft að marki Íslands nánast allan hálfleikinn þar til þeir jöfnuðu leikinn á 41. mínútu. Þar var að verki Lindsey Rose með frábærum skalla eftir sendingu inn á teig úr aukaspyrnu. Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik. Lindsey Rose var aftur á ferðinni 56. mínútu en í þetta sinn skoraði hann í sitt eigið mark. Hörður Björgvin Magnússon átti þá langt innkast inn á teiginn og eftir barning í teignum misheppnast hreinsun frá Lindsey sem endar í markinu. Íslands komið aftur yfir í leiknum, 2-1, og útlitið gott. En franska liðið er sterkt og þeir skoruðu næstu tvö mörkin með tveggja mínútna millibili. Yassine Benzia skoraði bæði mörkin á 67. mínútu og á 69. mínútu. Frakkar komnir yfir 2-3 og sýndu hversu fljótt þeir geta refsað liðum. Hólmbert Aron Friðþjófsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Ísland fékk dæmda vítaspyrnu þegar að boltinn fór í höndina á frönskum leikmanni eftir þrumskot frá Brynjari Gauta Guðjónssyni. Hólmbert fór á punktinn og skoraði örugglega í sinni fyrstu snertingu í leiknum. Staðan jöfn, 3-3, og leikurinn orðinn spennandi á ný. Hörður Björgvin fékk þá dæmda á sig vítaspynu hinum megin á vellinum þegar hann fékk boltann í höndina inn í teig. Aðalstjarna og fyrirliði Frakka, Geoffrey Kondogbie, leikmaður Monaco, skoraði úr vítaspyrnunni á 83. mínútu með föstu skoti. Lengra komust okkar menn ekki og Frakkar sigruðu leikinn, 3-4, í skemmtilegum marka leik. Eyjólfur: Liðið er að verða betra og betra„Við áttum meira skilið úr þessum leik. Að skora þrjú mörk á móti svona frábæru liði er stórkostlegt. Við erum mjög sterkir í föstum leikatriðum“, sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Íslands eftir leikinn. „Liðið hefur verið að vaxa og er alltaf að verða betra og betra. Við ætlum okkur stóra hluti og erum farnir að einbeita okkur að næsta leik.“ „Svona leikur fer í reynslubankann hjá leikmönnum og menn koma sterkari tilbaka. Ég er sáttur með að skora þrjú mörk á svona öflugt lið og vinnsluna í liðinu sömuleiðis.“ „Við vorum mjög skipulagðir og vorum að gefa fá færi á okkur. Ég er sáttastur með það úr þessum leik,“ sagði Eyjólfur að lokum. Sverrir Ingi: við ætluðum að fá meira út úr þessum leik.„Mjög svekkjandi að ná engu út úr þessum leik. Við lögðum okkur allir 100% fram, vorum að spila við besta liðið í heiminum í þessum aldurflokki og áttum í fullu tré við þá,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, sem skoraði fyrsta mark íslenska liðsins, eftir leikinn. „Þeir voru gífurlega öflugir en það er of mikið að fá á sig fjögur mörk. Við skoruðum samt þrjú á móti þeim sem er mjög jákvætt.“ „Þeir fengu víti sem var mjög vafasamt og svo áttu þeir tvær góðar sóknir sem þeir brutu vörnina. Annars gáfum við þeim ekki mörg færi.“ „Við skorum þrjú mörk sem á að vera nóg til þess að vinna fótboltaleik og við ætluðum að fá meira út úr þessum leik. Við erum með flotta fótboltamenn sem vilja fara sem lengst. Við erum ekkert hættir, við ætlum okkur sem lengst og í þetta umspil,“ sagði Sverrir ákveðinn að lokum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Sjá meira