Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland U-21 - Frakkland U-21 | 3-4 Fyrsta tap Íslands Sigmar Sigfússon á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2013 11:21 Frá leiknum gegn Frökkum í kvöld. myndir / arnþór Íslenska U21 landslið karla í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM, 3-4, á móti Frökkum á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en Frakkar eru með gríðarlega sterkt lið og unnu leikinn sanngjarnt þar sem þeir voru sterkara aðilinn heilt yfir. Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum og strákarnir voru ógnandi á upphafsmínútum. Sverrir Ingi Ingason fékk dauðafæri á 7. mínútu eftir hornspyrnu frá Guðmundi Þórarinssyni sem fór yfir markið. Sverrir skallaði knöttinn niður í grasið og yfir. Félagarnir tveir frá því fyrr í leiknum endurtóku leikinn. Guðmundur átti þá frábæra sendingu inn á teig úr aukaspyrnu. Þar stekkur Sverrir Ingi hæst allra og skallar knöttinn snyrtilega í markið. Ísland komið í eins marks forystu á 9. mínútu. Eftir markið hjá Íslandi settu Frakkar sig í gírinn. Þeir pressuðu stíft að marki Íslands nánast allan hálfleikinn þar til þeir jöfnuðu leikinn á 41. mínútu. Þar var að verki Lindsey Rose með frábærum skalla eftir sendingu inn á teig úr aukaspyrnu. Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik. Lindsey Rose var aftur á ferðinni 56. mínútu en í þetta sinn skoraði hann í sitt eigið mark. Hörður Björgvin Magnússon átti þá langt innkast inn á teiginn og eftir barning í teignum misheppnast hreinsun frá Lindsey sem endar í markinu. Íslands komið aftur yfir í leiknum, 2-1, og útlitið gott. En franska liðið er sterkt og þeir skoruðu næstu tvö mörkin með tveggja mínútna millibili. Yassine Benzia skoraði bæði mörkin á 67. mínútu og á 69. mínútu. Frakkar komnir yfir 2-3 og sýndu hversu fljótt þeir geta refsað liðum. Hólmbert Aron Friðþjófsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Ísland fékk dæmda vítaspyrnu þegar að boltinn fór í höndina á frönskum leikmanni eftir þrumskot frá Brynjari Gauta Guðjónssyni. Hólmbert fór á punktinn og skoraði örugglega í sinni fyrstu snertingu í leiknum. Staðan jöfn, 3-3, og leikurinn orðinn spennandi á ný. Hörður Björgvin fékk þá dæmda á sig vítaspynu hinum megin á vellinum þegar hann fékk boltann í höndina inn í teig. Aðalstjarna og fyrirliði Frakka, Geoffrey Kondogbie, leikmaður Monaco, skoraði úr vítaspyrnunni á 83. mínútu með föstu skoti. Lengra komust okkar menn ekki og Frakkar sigruðu leikinn, 3-4, í skemmtilegum marka leik. Eyjólfur: Liðið er að verða betra og betra„Við áttum meira skilið úr þessum leik. Að skora þrjú mörk á móti svona frábæru liði er stórkostlegt. Við erum mjög sterkir í föstum leikatriðum“, sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Íslands eftir leikinn. „Liðið hefur verið að vaxa og er alltaf að verða betra og betra. Við ætlum okkur stóra hluti og erum farnir að einbeita okkur að næsta leik.“ „Svona leikur fer í reynslubankann hjá leikmönnum og menn koma sterkari tilbaka. Ég er sáttur með að skora þrjú mörk á svona öflugt lið og vinnsluna í liðinu sömuleiðis.“ „Við vorum mjög skipulagðir og vorum að gefa fá færi á okkur. Ég er sáttastur með það úr þessum leik,“ sagði Eyjólfur að lokum. Sverrir Ingi: við ætluðum að fá meira út úr þessum leik.„Mjög svekkjandi að ná engu út úr þessum leik. Við lögðum okkur allir 100% fram, vorum að spila við besta liðið í heiminum í þessum aldurflokki og áttum í fullu tré við þá,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, sem skoraði fyrsta mark íslenska liðsins, eftir leikinn. „Þeir voru gífurlega öflugir en það er of mikið að fá á sig fjögur mörk. Við skoruðum samt þrjú á móti þeim sem er mjög jákvætt.“ „Þeir fengu víti sem var mjög vafasamt og svo áttu þeir tvær góðar sóknir sem þeir brutu vörnina. Annars gáfum við þeim ekki mörg færi.“ „Við skorum þrjú mörk sem á að vera nóg til þess að vinna fótboltaleik og við ætluðum að fá meira út úr þessum leik. Við erum með flotta fótboltamenn sem vilja fara sem lengst. Við erum ekkert hættir, við ætlum okkur sem lengst og í þetta umspil,“ sagði Sverrir ákveðinn að lokum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Íslenska U21 landslið karla í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM, 3-4, á móti Frökkum á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en Frakkar eru með gríðarlega sterkt lið og unnu leikinn sanngjarnt þar sem þeir voru sterkara aðilinn heilt yfir. Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum og strákarnir voru ógnandi á upphafsmínútum. Sverrir Ingi Ingason fékk dauðafæri á 7. mínútu eftir hornspyrnu frá Guðmundi Þórarinssyni sem fór yfir markið. Sverrir skallaði knöttinn niður í grasið og yfir. Félagarnir tveir frá því fyrr í leiknum endurtóku leikinn. Guðmundur átti þá frábæra sendingu inn á teig úr aukaspyrnu. Þar stekkur Sverrir Ingi hæst allra og skallar knöttinn snyrtilega í markið. Ísland komið í eins marks forystu á 9. mínútu. Eftir markið hjá Íslandi settu Frakkar sig í gírinn. Þeir pressuðu stíft að marki Íslands nánast allan hálfleikinn þar til þeir jöfnuðu leikinn á 41. mínútu. Þar var að verki Lindsey Rose með frábærum skalla eftir sendingu inn á teig úr aukaspyrnu. Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik. Lindsey Rose var aftur á ferðinni 56. mínútu en í þetta sinn skoraði hann í sitt eigið mark. Hörður Björgvin Magnússon átti þá langt innkast inn á teiginn og eftir barning í teignum misheppnast hreinsun frá Lindsey sem endar í markinu. Íslands komið aftur yfir í leiknum, 2-1, og útlitið gott. En franska liðið er sterkt og þeir skoruðu næstu tvö mörkin með tveggja mínútna millibili. Yassine Benzia skoraði bæði mörkin á 67. mínútu og á 69. mínútu. Frakkar komnir yfir 2-3 og sýndu hversu fljótt þeir geta refsað liðum. Hólmbert Aron Friðþjófsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Ísland fékk dæmda vítaspyrnu þegar að boltinn fór í höndina á frönskum leikmanni eftir þrumskot frá Brynjari Gauta Guðjónssyni. Hólmbert fór á punktinn og skoraði örugglega í sinni fyrstu snertingu í leiknum. Staðan jöfn, 3-3, og leikurinn orðinn spennandi á ný. Hörður Björgvin fékk þá dæmda á sig vítaspynu hinum megin á vellinum þegar hann fékk boltann í höndina inn í teig. Aðalstjarna og fyrirliði Frakka, Geoffrey Kondogbie, leikmaður Monaco, skoraði úr vítaspyrnunni á 83. mínútu með föstu skoti. Lengra komust okkar menn ekki og Frakkar sigruðu leikinn, 3-4, í skemmtilegum marka leik. Eyjólfur: Liðið er að verða betra og betra„Við áttum meira skilið úr þessum leik. Að skora þrjú mörk á móti svona frábæru liði er stórkostlegt. Við erum mjög sterkir í föstum leikatriðum“, sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Íslands eftir leikinn. „Liðið hefur verið að vaxa og er alltaf að verða betra og betra. Við ætlum okkur stóra hluti og erum farnir að einbeita okkur að næsta leik.“ „Svona leikur fer í reynslubankann hjá leikmönnum og menn koma sterkari tilbaka. Ég er sáttur með að skora þrjú mörk á svona öflugt lið og vinnsluna í liðinu sömuleiðis.“ „Við vorum mjög skipulagðir og vorum að gefa fá færi á okkur. Ég er sáttastur með það úr þessum leik,“ sagði Eyjólfur að lokum. Sverrir Ingi: við ætluðum að fá meira út úr þessum leik.„Mjög svekkjandi að ná engu út úr þessum leik. Við lögðum okkur allir 100% fram, vorum að spila við besta liðið í heiminum í þessum aldurflokki og áttum í fullu tré við þá,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, sem skoraði fyrsta mark íslenska liðsins, eftir leikinn. „Þeir voru gífurlega öflugir en það er of mikið að fá á sig fjögur mörk. Við skoruðum samt þrjú á móti þeim sem er mjög jákvætt.“ „Þeir fengu víti sem var mjög vafasamt og svo áttu þeir tvær góðar sóknir sem þeir brutu vörnina. Annars gáfum við þeim ekki mörg færi.“ „Við skorum þrjú mörk sem á að vera nóg til þess að vinna fótboltaleik og við ætluðum að fá meira út úr þessum leik. Við erum með flotta fótboltamenn sem vilja fara sem lengst. Við erum ekkert hættir, við ætlum okkur sem lengst og í þetta umspil,“ sagði Sverrir ákveðinn að lokum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu