Eiður Smári: Getum aðeins kennt okkur sjálfum um ef þetta klúðrast Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 15. október 2013 10:30 Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen var ekki tilbúinn að svara þeirri spurningu blaðamanna játandi hvort þetta væri hans stærsti leikur á ferlinum. „Fyrir landsliðið er þetta hins vegar stærsti leikurinn í sögunni. Við höfum örlög okkar í eigin höndum og getum aðeins kennt sjálfum okkur um ef þetta klúðrast,“ hefur Aftenposten eftir Eiði Smára. Framherjinn hefur spilað marga stórleiki bæði á Englandi og á Spáni á glæsilegum ferli og unnið til stærstu titla í evrópskri knattspyrnu. Skærasta stjarna íslenskrar knattspyrnu frá upphafi var miðpunktur athyglinnar þegar blaðamenn fengu að ræða við kappann fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. Norskir, sænskir og breskir blaðamenn hópuðust að Eiði Smára sem svaraði spurningum þeirra í 22 mínútur. „Í fyrsta skipti á Ísland marga gæðaleikmenn í liðinu á sama tíma. Við höfum þó átt marga góða leikmenn í gegnum tíðina en þeir hafa ekki spilað á sama tíma,“ segir Eiður Smári um stöðuna á landsliðinu í dag. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi segir ljóst að innanhússhallirnar á Íslandi séu stór ástæða þess hve marga frambærilega leikmenn Íslendingar hafa fram að tefla í dag. „Það eru tíu ár síðan við fengum hallirnar og hægt var að spila fótbolta allt árið. Ég er pottþéttur á að það sé ástæðan.“ Norskir fjölmiðlamenn spurðu Eið Smára hvort það væri eitthvað sem Norðmenn gætu lært af Íslendingum þegar kemur að knattspyrnunni í ljósi góðs árangurs íslenska landsliðsins. „Við erum góðir núna en við megum ekki láta það stíga okkur til höfuðs því við erum fámenn þjóð. Noregur hefur alla tíð verið stærri fótboltaþjóð, bæði ef litið er til sögunnar og styrkleikalisti FIFA skoðaður. Ísland hefur aldrei náð sömu hæðum og Noregur.“Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki tilbúinn að svara þeirri spurningu blaðamanna játandi hvort þetta væri hans stærsti leikur á ferlinum. „Fyrir landsliðið er þetta hins vegar stærsti leikurinn í sögunni. Við höfum örlög okkar í eigin höndum og getum aðeins kennt sjálfum okkur um ef þetta klúðrast,“ hefur Aftenposten eftir Eiði Smára. Framherjinn hefur spilað marga stórleiki bæði á Englandi og á Spáni á glæsilegum ferli og unnið til stærstu titla í evrópskri knattspyrnu. Skærasta stjarna íslenskrar knattspyrnu frá upphafi var miðpunktur athyglinnar þegar blaðamenn fengu að ræða við kappann fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. Norskir, sænskir og breskir blaðamenn hópuðust að Eiði Smára sem svaraði spurningum þeirra í 22 mínútur. „Í fyrsta skipti á Ísland marga gæðaleikmenn í liðinu á sama tíma. Við höfum þó átt marga góða leikmenn í gegnum tíðina en þeir hafa ekki spilað á sama tíma,“ segir Eiður Smári um stöðuna á landsliðinu í dag. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi segir ljóst að innanhússhallirnar á Íslandi séu stór ástæða þess hve marga frambærilega leikmenn Íslendingar hafa fram að tefla í dag. „Það eru tíu ár síðan við fengum hallirnar og hægt var að spila fótbolta allt árið. Ég er pottþéttur á að það sé ástæðan.“ Norskir fjölmiðlamenn spurðu Eið Smára hvort það væri eitthvað sem Norðmenn gætu lært af Íslendingum þegar kemur að knattspyrnunni í ljósi góðs árangurs íslenska landsliðsins. „Við erum góðir núna en við megum ekki láta það stíga okkur til höfuðs því við erum fámenn þjóð. Noregur hefur alla tíð verið stærri fótboltaþjóð, bæði ef litið er til sögunnar og styrkleikalisti FIFA skoðaður. Ísland hefur aldrei náð sömu hæðum og Noregur.“Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira