RIFF fær góða umfjöllun erlendis Freyr Bjarnason skrifar 15. október 2013 13:22 Forsvarsmenn RIFF-hátíðarinnar. fréttablaðið/pjetur Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira