Fótbolti

Búið að aflétta banni Leonardo

Leonardo er sáttur.
Leonardo er sáttur.
Þrettán mánaða banni fyrrum íþróttastjóra franska liðsins PSG, Leonardo, hefur verið aflétt að því er lögmaður hans segir.

Leonardo var dæmdur í bannið langa fyrir að ýta við dómara.

Í kjölfarið sagði hann starfi sínu lausu og hætti í ágúst. Eðlilega þar sem hann gat ekki sinnt því.

Hann fór því í mál vegna bannsins og hafði betur fyrir dómstólum.

"Hann er frjáls og má fara til hvaða félags eða landsliðs sem hann vill án þess að FIFA skipti sér af málum," sagði lögfræðingur Leonardo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×