Fótbolti

Lagerbäck: Þetta lið getur klifið hvaða eldfjall sem er

Lars á hliðarlínunni í gær.
Lars á hliðarlínunni í gær. mynd/vilhelm
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hrósar landsliðsþjálfaranum, Lars Lagerbäck, í hástert fyrir sína vinnui í samtali við Sky Sports.

"Hann hefur verið frábær síðan hann tók við liðinu. Hann hefur komið með mikla reynslu inn í liðið enda fór hann með Svíum og Nígeríu á HM," sagði Gylfi.

Lagerbäck sjálfur dró ekkert undan við að hrósa sínu liði.

"Það er mikið afrek fyrir allar þjóðir að komast í umspil. Þetta er samt mjög sérstakt enda er þetta lið frá lítilli þjóð," segir Lagerbäck en hann er hvergi banginn fyrir umspilið.

"Það getur allt gerst í svoleiðis leikjum. Þetta lið sem ég er með í höndunum getur vel farið alla leið. Það er allt mögulegt. Við getum klifið hvaða eldfjall sem er með þessum strákum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×