Fótbolti

Ljóst hvaða fjórum þjóðum Ísland getur mætt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jói Berg, Kolbeinn og Gylfi Þór einbeittir á Ullevaal á þriðjudagskvöldið.
Jói Berg, Kolbeinn og Gylfi Þór einbeittir á Ullevaal á þriðjudagskvöldið. Mynd/Vilhelm
Portúgal, Grikkland, Króatía eða Úkraína verða andstæðingur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar.

Alþjóðaknattspyrnusambandið uppfærði styrkleikalista sinn í morgun. Þær átta þjóðir sem tryggðu sér sæti í umspilsleikjum mætast í tveimur leikjum. Sá háttur er hafður á að þær fjórar þjóðir sem eru ofar á styrkleikalistanum geta mætt þeim fjórum sem eru neðar.

Hér má sjá röðina á þjóðunum átta eftir uppfærslu styrkleikalistans í morgun:

Efri styrkleikaflokkur (sæti á FIFA-listanum)

Portúgal 14

Grikkland 15

Króatía 18

Úkraína 20

Neðri styrkleikaflokkur (sæti á FIFA-listanum)

Frakkland 21

Svíþjóð 25

Rúmenía 29

Ísland 46

Dregið verður í umspilið á mánudaginn. Leikirnir fara fram 15. og 19. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×