Fótbolti

England ekki í efsta styrkleikaflokki í HM-drættinum

Gerrard fagnar marki sínu gegn Pólverjum en það skaut Englandi á HM.
Gerrard fagnar marki sínu gegn Pólverjum en það skaut Englandi á HM.
Línur eru farnar að skýrast fyrir dráttinn í riðlakeppni HM eftir að nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í morgun. England verður ekki í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla.

Í efsta styrkleikaflokki verða gestgjafarnir Brasilía ásamt Spáni, Argentínu, Kólumbíu, Belgíu og Sviss.

Ef Úrúgvæ vinnur umspilsleik sinn gegn Jórdaníu þá fer liðið líka í efsta styrkleikaflokk. Ef svo ólíklega fer að Jórdanía skelli Úrúgvæ þá skjótast Hollendingar upp í efsta styrkleikaflokk.

"Það er algjör óþarfi að velta sér upp úr því hvort við komum upp úr hattinum í fyrstu eða annarri umferð," sagði Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, en hans lið stökk upp um sjö sæti á nýja styrkleikalistanum og er nú í tíunda sæti. Það dugði ekki til að koma liðinu í efsta styrkleikaflokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×