Fótbolti

Fleira mikilvægt í lífinu en fótbolti

Ottmar Hitzfeld.
Ottmar Hitzfeld.
Hinn magnaði landsliðsþjálfari Sviss, Þjóðverjinn Ottmar Hitzfeld, hefur ákveðið að hætta í þjálfun eftir HM næsta sumar.

Hinn 64 ára gamli Hitzfeld er búinn að gera stórkostlega hluti með Sviss sem er í sjöunda sæti á nýjasta heimslista FIFA. Hann kom liðinu örugglega á HM en Sviss var í riðli með Íslandi.

"Eftir 30 ár í boltanum er kominn tími á mig. Ég get lifað án fótbolta. Það eri meira mikilvægt í lífinu en fótbolti," sagði Hitzfeld.

Hitzfeld tók við Sviss árið 2008 en hafði áður þjálfað meðal annars Bayern München og Borussia Dortmund.

Hann mun meðal annars starfa í sjónvarpi er hann hættir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×