Fótbolti

Hodgson hundfúll út í fjölmiðla

Hodgson er ekki sáttur.
Hodgson er ekki sáttur.
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, er reiður yfir umfjöllun breskra fjölmiðla í gær þar sem ýjað var að því að hann hefði verið með kynþáttaníð í garð leikmanns enska landsliðsins.

Hodgson sagði brandara í hálfleik og orðalag brandarans var meðal annars að koma boltanum oftar á apann. Sá er um var talað er dökkur að hörund og því fór þetta mál í gang.

Leikmenn enska landsliðsins hafa stutt við bakið á Hodgson og líka leikmaðurinn umtalaði, Andros Townsend. Hodgson sjálfur segist ekki vera sekur um meira en að segja lélegan brandara.

"Gleðin er skammvin í þessum bransa. Leikmenn eru jafn reiðir og ég yfir þessum viðbrögðum.  Við vorum að ná frábærum árangri og ég tel að við höfum rétt á að njóta þess í smá tíma. Þess í stað kemur þetta mál strax upp," sagði Hodgson reiður.

"Það þarf að leita lengi til að finna mann sem hefur minni fordóma en ég. Ég hef þjálfað út um allan heim í 37 ár og unnið með alls konar fólki. Það er því sorglegt að vera sakaður um kynþáttaníð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×