Fótbolti

Brasilíski Ronaldo betri en Cristiano og Van Basten

Capello með brasilíska Ronaldo. Sá var ótrúlegur knattspyrnumaður á sínum tíma.
Capello með brasilíska Ronaldo. Sá var ótrúlegur knattspyrnumaður á sínum tíma.
Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hefur unnið með mörgum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar og hann sat fyrir svörum hjá Twitter-síðu uefa.com.

Capello hefur unnið með leikmönnum eins og Marco van Baster, Alessandro del Piero, Raul, Francesco Totti og Cristiano Ronaldo svo einhverjir séu nefndir.

Hann þjálfaði einnig hinn brasilíska Ronaldo sem er oft kallaður Feiti Ronaldo til að aðgreina hann frá hinum portúgalska nafna sínum.

"Hver var hæfileikaríkastur? Klárlega brasilíski Ronaldo, ekki Cristiano," sagði Capello en brasilíski Ronaldo er í miklum metum hjá honum og Capello segir hann vera besta framherja sem hann hafi þjálfað.

"Marco van Basten var mjög góður en þegar Ronaldo var upp á sitt besta þá var hann bestur."

Capello var einnig fenginn til þess að segja sitt álit á því hver sé besti knattspyrnumaður sögunnar.

"Það eru þrjú skeið þar sem menn hafa borið af. Fyrst var það Pelé, síðan Maradona og núna Messi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×