Fótbolti

Ólafur Ingi tryggði Zulte-Waregem sigur á toppliðinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND/HEIMASÍÐA ZULTE-WAREGEM
Ólafur Ingi Skúlason skoraði eina markið þegar Zulte-Waregem lagði topplið Standard Liege að velli í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fyrri hálfleikur var markalaus og dró ekki til tíðinda fyrr en Ólafur Ingi skoraði á 75. mínútu.

Ólafur Ingi var að venju í byrjunarliðinu en hann fékk auk þess að líta gula spjaldið á 80. mínútu.

Zulte-Waregem er sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar en liðið er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Standard Liege.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×