Fótbolti

Tíu leikmenn PSG unnu Marseille

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
PSG vann toppslaginn við Marseille 2-1 á útivelli í kvöld þrátt fyrir að lenda 1-0 undir manni færri. Zlatan Ibrahimovic skoraði sigurmark PSG.

Thiago Motta var rekinn af leikvelli á 31. mínútu og því þurfti PSG að leika manni færri í tæpa klukkustund.

Andre Ayew kom Marseille yfir úr vítaspyrnu á 34. mínútu en Maxwell jafnaði metin á síðasta andartaki fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 1-1.

Zlatan Ibrahimovic kom PSG yfir með marki úr vítaspyrnu á 66. mínútu og reyndist það sigurmarkið.

PSG er í öðru sæti með 21 stig líkt og Monakó sem er með betra markahlutfall. Marseille féll við tapið niður í fjórða sæti en liðið er með 17 stig líkt og Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×