Enski boltinn

Gus Poyet kynntur til leiks á næsta sólahring

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gus Poyet
Gus Poyet nordicphotos/ getty
Forráðamenn Sunderland munu að öllum líkindum kynna Gus Poyet sem nýjan knattspyrnustjóra á næstu 24 klukkustundum en Sky Sports greinir frá þessu í dag.

Paolo Di Canio var á dögunum rekinn frá félaginu en liðið er í neðsta sæti deildarinnar en Kevin Ball hefur stýrt liðinu að undanförnu.

Roberto Di Matteo, Tony Pulis og Gianfranco Zola hafa einnig verið orðaðir við stöðina. 

Sunderland er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt sig eftir sjö umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×