Enski boltinn

Poyet ráðinn knattspyrnustjóri Sunderland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gus Poyet
Gus Poyet nordicphotos/getty
Enska knattspyrnufélagið Sunderland hefur ráðir Gus Poyet sem knattspyrnustjóra liðsins en þessi 45 ára Úrúgvæi gerir tveggja ára samning við félagið.

Poyet tekur strax við liðinu og mun stýra Sunderland eftir landsleikjahlé.

„Við litum á marga aðila sem komu til greina en við komust að lokum að þeirri niðurstöðu að Gus sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Ellis Short, stjórnarformaður Sunderland.

„Við bjóðum honum velkominn til Sunderland og vonandi á hann eftir að gera góða hluti með liðið.“

Úrúgvæinn hóf þjálfun árið 2006 hjá Swindon Town, áður en hann varð aðstoðarþjálfari hjá Leeds.

Eftir það flutti Poyet sig yfir til Tottenham Hotspur þar sem hann varð aðstoðarmaður Juande Ramos. Árið 2009 var hann síðan ráðinn sem knattspyrnustjóri Brighton en hætti með liðið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×