Enski boltinn

Ruddy: Hart er enn fyrsti valkostur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joe Hart til vinstri og Ruddy til hægri
Joe Hart til vinstri og Ruddy til hægri nordicphotos/getty
Markvörðurinn John Ruddy stendur með samherja sínum Joe Hart hjá enska landsliðinu og vill meina að hann sé enn markvörður númer eitt.

Hart hefur verið mikið gagnrýndur á tímabilinu og ekki þótt standa sig nægilega vel með Manchester City í fyrstu leikjum liðsins.

John Ruddy og Fraser Forster eru í landsliðshópi Englands fyrir leikina gegn Serbíu og Póllandi í undakeppni HM á næstu dögum en líklegt er talið að Hart verði samt á milli stanganna.

„Joe er enn fyrsti valkostur,“ sagði Ruddy.

„Hann hefur verið magnaður undanfarin ár og heldur því væntanlega stöðunni. Maður hefur sjálfur verið í þeirri stöðu að það er verið að gagnrýna mann mikið og það er aldrei þægilegt.“

„Hann er leikmaður í heimsklassa og einn af betri markvörðum í heiminum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×