Enski boltinn

Gylfi ekki bestur hjá Tottenham í september

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum í september-mánuði og skoraði þá þrjú mörk í þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham-liðið tapaði líka eina leiknum sem hann kom ekki við sögu. Það dugaði þó ekki til að stuðningsmennirnir völdu hann besta leikmann mánaðarins hjá félaginu.

Tottenham tilkynnti í dag á opinberu twitter-síðu sinni að stuðningsmenn félagsins hefðu valið Danann Christian Eriksen besta leikmann Tottenham í september.

Christian Eriksen er nýkominn til Tottenham frá Ajax og stóð sig mjög vel í fyrstu þremur leikjum sínum og átti meðal annars stóran þátt í öllum þremur mörkum Gylfa í mánuðinum.

Koma Christian Eriksen hefur hinsvegar hjálpað Gylfa að finna sitt hlutverk hjá liðinu en norðurlandabúarnir hafa náð vel saman í fyrstu leikjum sínum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×