Enski boltinn

Barcelona ætlar að reyna að stela Januzaj af United

Adnan Januzaj fagnar með félögum sínum í United.
Adnan Januzaj fagnar með félögum sínum í United. Mynd/NordicPhotos/Getty
Adnan Januzaj hefur heldur betur verið í sviðsljósinu síðan að hann skoraði bæði mörk Englandsmeistara Manchester United í 2-1 sigri á Sunderland en þessi 18 ára strákur þykir efni í súperstjörnu og bæði landslið og félagslið eru farin að berjast um hann.

Daily Mail slær því upp í dag að Barcelona ætli sér að krækja í kappann en blaðið segir að spænska stórliðið hafi fylgst vel með Januzaj síðan að hann kom til United frá Anderlecht árið 2011.

Forráðamenn Barcelona eru samkvæmt sömu heimildum sannfærðir um að Adnan Januzaj velji það að semja við Barcelona þegar samningur hans við Manchester United rennur út eftir aðeins átta mánuði.

Adnan Januzaj var kominn í samningarviðræður við Manchester United en þær stöðvuðust þegar Sir Alex Ferguson ákvað að hætta sem knattspyrnustjóri félagsins síðasta vor.

Dirk de Vriese, umboðsmaður Adnan Januzaj, hefur látið heiminn vita af því að mörg stórlið hafi áhuga á kappanum og ef hann heldur áfram að spila eins og á móti Sunderland þá mun ekkert annað en risasamningur halda honum á Old Trafford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×