Fótbolti

Lavezzi felldi myndatökumann | Myndband

Ezequiel Lavezzi, leikmaður franska liðsins PSG, sýndi af sér ömurlega hegðun eftir leik PSG og Marseille á dögunum.

PSG kom til baka í leiknum og vann 2-1. Lavezzi var í stuði eftir leik og fannst fyndið að fella myndatökumann sem var að sinna starfi sínu á vellinum.

Lavezzi lagðist fyrir framan hann með þeim afleiðingum að myndatökumaðurinn steinlá með græjurnar í höndunum.

Lavezzi hafði ekki einu sinni fyrir því að biðjast afsökunar í kjölfarið. Hló dátt og slíkt hið sama gerðu Zlatan Ibrahimovic og aðrir félagar Lavezzi hjá PSG.

Atvikið umdeilda má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×