Enski boltinn

Hernandez: Þarf að fá fleiri tækifæri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Javier Hernandez
Javier Hernandez nordicphotos/getty
Javier Hernandez, leikmaður Manchester United, ætlar að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliði United en hann hefur fengið fá tækifæri á tímabilinu.

Þessi 25 ára framherji gekk í raðir United árið 2010 og hefur ekki enn unnið sér inn fast sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur byrjað í tveimur leikjum á tímabilinu í öllum keppnum.

Hernandez skoraði sigurmarkið gegn Liverpool í enska deildarbikarnum á dögunum.

„Ég þrái að fá að byrja í fleiri leikjum,“ sagði Hernandez í viðtali við mexíkóska sjónvarpstöð.

„Maður verður að halda áfram og reyna vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu. Ég er markaskorari og verð því að skora mörk til að vera í liðinu, vonandi næ ég því markmiði hér eða hjá öðrum klúbb.“

„Mér líður vel hjá United og hef alltaf sagt að það eru forréttindi að fá að spila fyrir besta félag í heiminum.“

„Ég þarf samt sem áður að fá fleiri tækifæri til að sýna almennilega hvað í mér býr.“

Hernandez er í samkeppni við Wayne Rooney, Robin van Persie og Danny Welbeck um framherjastöðuna og því er verkefnið ærið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×