Fótbolti

Guðlaugur Victor í liði vikunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson lengst til hægri.
Guðlaugur Victor Pálsson lengst til hægri. mynd/getty images
Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen,  var valinn í lið umferðarinnar í hollenska blaðinu Telegraaf  eftir frammistöðu sína í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.

NEC Nijmegen gerði jafntefli við Feyenoord 3-3 í gær og skoraði Guðlaugur eitt marka liðsins og var því í liði fimmtu umferðar.

Leikmaðurinn hefur ekki verið valinn í íslenska landsliðinu frá því að Lars Lagerback tók við liðinu en er líklega að banka á dyrnar með frammistöðu sinni í Hollandi undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×