Hafþór Júlíus í stóru hlutverki í Game of Thrones Kristján Hjálmarsson skrifar 3. september 2013 07:00 Hafþór Júlíus Björnsson á að leika Gregor Clegane í næstu þáttaröð. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með nokkuð stórt hlutverk í fjórðu seríunni af Game of Thrones þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2. Hafþór Júlíus, sem lenti í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Kína í lok síðasta mánaðar, tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni. „Það gleður mig að geta loksisn tilkynnt facebook vinum mínum það að ég sé í tökum hjá Game Of Thrones! Ég mun leika THE MOUNTAIN í 4 þáttaröð,“ segir Hafþór Júlíus á Facebooksíðu sinni. Í þáttunum gengur Gregor Clegane gjarnan undir nafninu The Mountain, en hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan Gregor leikur stórt hluverk í sögunni en hann er ótrúlega stór og mjög vöðvastæltur. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Nú er röðin komin að Hafþóri Júlíusi að túlka tröllkarlinn og ætti hann að henta vel í hlutverkið enda engin smásmíði.Bandarískar síður sem sérhæfa sig í umfjöllun um þættina hafa einnig fjallað um hlutverk íslenska kraftajötunsins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hafþóri Júlíusi því auk þess að keppa í Sterkasti maður heims kom fram á Vísi í sumar að Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefði áhuga á því fá hann til liðs við ruðningsliðið. Post by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson). Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með nokkuð stórt hlutverk í fjórðu seríunni af Game of Thrones þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2. Hafþór Júlíus, sem lenti í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Kína í lok síðasta mánaðar, tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni. „Það gleður mig að geta loksisn tilkynnt facebook vinum mínum það að ég sé í tökum hjá Game Of Thrones! Ég mun leika THE MOUNTAIN í 4 þáttaröð,“ segir Hafþór Júlíus á Facebooksíðu sinni. Í þáttunum gengur Gregor Clegane gjarnan undir nafninu The Mountain, en hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan Gregor leikur stórt hluverk í sögunni en hann er ótrúlega stór og mjög vöðvastæltur. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Nú er röðin komin að Hafþóri Júlíusi að túlka tröllkarlinn og ætti hann að henta vel í hlutverkið enda engin smásmíði.Bandarískar síður sem sérhæfa sig í umfjöllun um þættina hafa einnig fjallað um hlutverk íslenska kraftajötunsins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hafþóri Júlíusi því auk þess að keppa í Sterkasti maður heims kom fram á Vísi í sumar að Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefði áhuga á því fá hann til liðs við ruðningsliðið. Post by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson).
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira