Hafþór Júlíus í stóru hlutverki í Game of Thrones Kristján Hjálmarsson skrifar 3. september 2013 07:00 Hafþór Júlíus Björnsson á að leika Gregor Clegane í næstu þáttaröð. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með nokkuð stórt hlutverk í fjórðu seríunni af Game of Thrones þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2. Hafþór Júlíus, sem lenti í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Kína í lok síðasta mánaðar, tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni. „Það gleður mig að geta loksisn tilkynnt facebook vinum mínum það að ég sé í tökum hjá Game Of Thrones! Ég mun leika THE MOUNTAIN í 4 þáttaröð,“ segir Hafþór Júlíus á Facebooksíðu sinni. Í þáttunum gengur Gregor Clegane gjarnan undir nafninu The Mountain, en hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan Gregor leikur stórt hluverk í sögunni en hann er ótrúlega stór og mjög vöðvastæltur. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Nú er röðin komin að Hafþóri Júlíusi að túlka tröllkarlinn og ætti hann að henta vel í hlutverkið enda engin smásmíði.Bandarískar síður sem sérhæfa sig í umfjöllun um þættina hafa einnig fjallað um hlutverk íslenska kraftajötunsins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hafþóri Júlíusi því auk þess að keppa í Sterkasti maður heims kom fram á Vísi í sumar að Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefði áhuga á því fá hann til liðs við ruðningsliðið. Post by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson). Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með nokkuð stórt hlutverk í fjórðu seríunni af Game of Thrones þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2. Hafþór Júlíus, sem lenti í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Kína í lok síðasta mánaðar, tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni. „Það gleður mig að geta loksisn tilkynnt facebook vinum mínum það að ég sé í tökum hjá Game Of Thrones! Ég mun leika THE MOUNTAIN í 4 þáttaröð,“ segir Hafþór Júlíus á Facebooksíðu sinni. Í þáttunum gengur Gregor Clegane gjarnan undir nafninu The Mountain, en hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan Gregor leikur stórt hluverk í sögunni en hann er ótrúlega stór og mjög vöðvastæltur. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Nú er röðin komin að Hafþóri Júlíusi að túlka tröllkarlinn og ætti hann að henta vel í hlutverkið enda engin smásmíði.Bandarískar síður sem sérhæfa sig í umfjöllun um þættina hafa einnig fjallað um hlutverk íslenska kraftajötunsins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hafþóri Júlíusi því auk þess að keppa í Sterkasti maður heims kom fram á Vísi í sumar að Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefði áhuga á því fá hann til liðs við ruðningsliðið. Post by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson).
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira