ÍR-ingar með naumt forskot 31. ágúst 2013 21:30 Hafdís Sigurðardóttir var drjúg í dag. ÍR er með fjögurra stiga forystu eftir fyrri dag bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum sem hófst í stilltu en frekar svölu veðri í dag. ÍR er með 70 stig í samanlagri keppni, FH er í öðru sæti með 66 stig en lið Norðurlands með 62 stig. Í kvennakeppninni hefur ÍR eins stigs forskot á lið Norðurlands, en FH er í þriðja sæti einu stigi þar á eftir. Í karlakeppninni er ÍR með 37 stig, tveimur meir en FH. Keppni er lokið í 19 af 37 greinum keppninnar því ljóst að keppni getur orðið tvísýn og spennandi á morgun, seinni keppnisdaginn. Sveit ÍR setti nýtt íslandsmet félagsliða í 4x100 m boðhlaupi, en sveitin kom í mark á tímanum 46,88 sek. Þór Eva Steinsdóttir FH setti nýtt met í 400 m hlaupi í flokkum 13 og 14 ára stúlka þegar hún kom í mark á 57,91 sek. Hafdís Sigurðardóttir var drjúg fyrir sitt lið í dag, en hún sigraði í þrístökki, 100 m og 400 m hlaupum og var sveit Norðurlands sem varð önnur á eftir metsveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi. Vegna slæms veðurútlits var keppni í hástökki kvenna og stangarstökki karla inni í Laugardalshöll. Í hástökkinu sigraði Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH eftir mikla keppni við þær Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR. Sveinbjörg keppti auk þess í þrístökki þar sem hún varð önnur og í kúluvarpi sem hún sigraði. Leó Gunnar Víðisson ÍR bætti sinn persónulega árangur í stangarstökki með stökki upp á 4,40 m en hann bar nokkuð óvænt sigur úr bítum í keppninni. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA keppti í 100 og 400 m fyrir lið Norðurlands auk þess sem hann hljóp síðasta sprett liðsins í 4x100 m boðhlaupi. Í 400 m hlaupinu kom hann fyrstur í mark eftir mikla baráttu við Trausta Stefánsson FH, en þeir komu í mark á tímunum 49,67 og 49,87 sek. Áður hafði Kolbeinn sigrað 100 m hlaupið á 10,86 sek., sem er 2/100 úr sek. frá hans besta í greininni Í spjótkasti karla var jöfn keppni milli þeirra Guðmundar Sverrissonar ÍR, Sindra Hrafns Guðmundssonar Breiðabliki og Arnar Davíðssonar FH. Guðmundur bar kastaði lengst í sínu fyrsta kasti 70,13 m, en Sindri náði öðru sætinu í sínu næstsíðasta kasti með 67,35 m. Örn kastaði lengst 65,45 m í sínu fjórða kasti. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði Norðlendinginn Björn Margeirsson UMSS í taktísku 1500 m hlaupi. Árangur Kristins í hlaupinu í dag, 3:59,69 mín., er hans næst besti í greininni. Björn kom í mark á 4:00,34 mín sem er hans næst besti árangur í ar. Innlendar Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
ÍR er með fjögurra stiga forystu eftir fyrri dag bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum sem hófst í stilltu en frekar svölu veðri í dag. ÍR er með 70 stig í samanlagri keppni, FH er í öðru sæti með 66 stig en lið Norðurlands með 62 stig. Í kvennakeppninni hefur ÍR eins stigs forskot á lið Norðurlands, en FH er í þriðja sæti einu stigi þar á eftir. Í karlakeppninni er ÍR með 37 stig, tveimur meir en FH. Keppni er lokið í 19 af 37 greinum keppninnar því ljóst að keppni getur orðið tvísýn og spennandi á morgun, seinni keppnisdaginn. Sveit ÍR setti nýtt íslandsmet félagsliða í 4x100 m boðhlaupi, en sveitin kom í mark á tímanum 46,88 sek. Þór Eva Steinsdóttir FH setti nýtt met í 400 m hlaupi í flokkum 13 og 14 ára stúlka þegar hún kom í mark á 57,91 sek. Hafdís Sigurðardóttir var drjúg fyrir sitt lið í dag, en hún sigraði í þrístökki, 100 m og 400 m hlaupum og var sveit Norðurlands sem varð önnur á eftir metsveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi. Vegna slæms veðurútlits var keppni í hástökki kvenna og stangarstökki karla inni í Laugardalshöll. Í hástökkinu sigraði Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH eftir mikla keppni við þær Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR. Sveinbjörg keppti auk þess í þrístökki þar sem hún varð önnur og í kúluvarpi sem hún sigraði. Leó Gunnar Víðisson ÍR bætti sinn persónulega árangur í stangarstökki með stökki upp á 4,40 m en hann bar nokkuð óvænt sigur úr bítum í keppninni. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA keppti í 100 og 400 m fyrir lið Norðurlands auk þess sem hann hljóp síðasta sprett liðsins í 4x100 m boðhlaupi. Í 400 m hlaupinu kom hann fyrstur í mark eftir mikla baráttu við Trausta Stefánsson FH, en þeir komu í mark á tímunum 49,67 og 49,87 sek. Áður hafði Kolbeinn sigrað 100 m hlaupið á 10,86 sek., sem er 2/100 úr sek. frá hans besta í greininni Í spjótkasti karla var jöfn keppni milli þeirra Guðmundar Sverrissonar ÍR, Sindra Hrafns Guðmundssonar Breiðabliki og Arnar Davíðssonar FH. Guðmundur bar kastaði lengst í sínu fyrsta kasti 70,13 m, en Sindri náði öðru sætinu í sínu næstsíðasta kasti með 67,35 m. Örn kastaði lengst 65,45 m í sínu fjórða kasti. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði Norðlendinginn Björn Margeirsson UMSS í taktísku 1500 m hlaupi. Árangur Kristins í hlaupinu í dag, 3:59,69 mín., er hans næst besti í greininni. Björn kom í mark á 4:00,34 mín sem er hans næst besti árangur í ar.
Innlendar Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira