Innlent

Skemmdarvargarnir eru tilbúnir að bæta fyrir brot sín

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Myndbandið fór eins og eldur í sinu um veraldarvefinn um helgina. Drengirnir segjast nú sjá eftir öllu saman.
Myndbandið fór eins og eldur í sinu um veraldarvefinn um helgina. Drengirnir segjast nú sjá eftir öllu saman.
Fjöldi fólks deildi um helgina myndbandi af hópi manna sem sáust eyðileggja  stóla, borð og annað lauslegt á Ingólfstorgi. Í samtali við fréttastofu 365 í gær sögðust þeir hafa framið verknaðinn í mótmælaskyni, en þeim þótti þrengt að aðstöðu hjólabrettafólks á torginu.

Tveir piltanna sem frömdu verkanðinn, Julian og  Róbert, mættu í viðtal í Harmageddon í dag, en þar sögðust þeir vera tilbúnir að bæta fyrir brot sín. Þá segjast þeir ekki hafa framið skemmdarverkin í haturshug gagnvart borginni, né hafi verknaðurinn verið uppreisn fyrir hjólabrettamenninguna.

„Þetta var bara fyllerí og flipp sem gekk of langt, við sjáum mikið eftir þessu," sagði annar þeirra í viðtalinu. Piltarnir segjast vera tilbúnir að taka afleiðingum málsins verði þeir kærðir.

„Okkur líður ömurlega yfir þessu en við verðum bara að læra af mistökunum.  Ef við verðum kærðir þá verðum við bara kærðir og verðum að taka því," segja þeir jafnframt.

Í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.


Tengdar fréttir

Í skoðun hvort skemmdarverkin verði kærð

„Að fólk láti detta sér í hug að gera svona hluti þykir mér mjög leiðinlegt," segir borgarhönnuður um skemmdarverkin á Ingólfstorgi. Skemmdarvargur segist hafa verið "ölvaður og heimskur"

Skemmdarvargarnir handteknir strax í nótt

Ungu mönnunum sem lögðu Ingólfstorg í rúst var sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu. Þeir segjast óánægðir með yfirgang borgaryfirvalda gegn brettafólki en brettafólk vill ekki láta bendla þá menningu við skemmdarverkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×