Lífið

Konungborið kornabarn kemur í heiminn

Jakob Bjarnar skrifar
Katrín af Cambridge stendur í ströngu -- er að fæða fyrsta barn sitt og Vilhjálms prins.
Katrín af Cambridge stendur í ströngu -- er að fæða fyrsta barn sitt og Vilhjálms prins.
Katrín, hertogaynja af Cambrigde, er nú komin á St. Mary sjúkrahúsið í Paddington í London. Hún er með hríðir. Fyrir þá sem ekki vita er Katrín eiginkona Vilhjálms Bretaprins en þetta verður fyrsta barn ungu hjónanna og verður það þá 3. í röðinni í erfðaröð bresku krúnunnar. Gríðarleg eftirvænting ríkir á Bretlandi en ekki er vitað hvers kyns barnið er.

Dagblaðið The Sun, meistarar hinna tvíræðu fyrirsagnanna, slær upp flennifyrirsögn í morgun: "Heir it comes!" Telegraph hefur sett upp vefmyndavél sem sýnir beint frá tröppum sjúkrahússins. Fjölmiðlamenn í stórum stíl, og víðs vegar að úr heiminum, hafa beðið dögum saman fyrir framan sjúkrahúsið í von um að ná mynd af Katrínu þá hún léti sjá sig. Vilhjálmur hefur staðið þétt við hlið konu sinnar og hefur verið gefið út að hann muni taka sér tveggja vikna barneignaleyfi.

BBC fullyrðir að næst þegar þau láti sjá sig opinberlega verði það á tröppum sjúkrahússins svo Bretar geti fagnað nýju konungbornu kornabarni.

UPPFÆRT KL. 20

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur prins eignuðust dreng rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag, eða klukkan 16.24 að staðartíma. 



Í yfirlýsingu sem konungsfjölskyldan sendi frá sér kemur fram að móður og barni heilsist vel. Þar segir einnig að Vilhjálmur hafi verið viðstaddur fæðinguna.

Drengurinn er 3,8 kíló eða 15 merkur. Hann er númer þrjú í röðinni í erfðaröð bresku krúnunnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×