Innlent

Lést í svifvængjaslysi í Sviss

Hulda Björk var fædd þann 2. október árið 1980.
Hulda Björk var fædd þann 2. október árið 1980.
Hulda Björk Þóroddsdóttir lést í svifvængjaslysi skammt frá borginni Zürich í Sviss á laugardaginn var.

Hulda Björk var ásamt eiginmanni sínum og hópi annarra á skipulagðri æfingu í svifvængjaflugi þegar slysið varð. Í lokaæfingu undir stjórn leiðbeinanda lenti Hulda í aðstæðum sem hún réð ekki við og varafallhlíf náði ekki að draga nægilega úr falli. Hulda var látin þegar að var komið.

Hulda Björk var fædd þann 2. október árið 1980. Hún og eiginmaður hennar, Jared Evan Bibler, störfuðu bæði hjá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte í Sviss og höfðu búið í Zürich frá því í byrjun febrúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.