"Aníta er í skýjunum" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 14:10 Mynd/Samsett „Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom, sá og sigraði í úrslitahlaupinu í Donetsk í dag. Hún kom í mark á tímanum 2:01,13 mínútur og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppenda. „Henni leið vel í upphituninni og var mjög vel stemmd. Ég fann að hún var aðeins þreytt í fyrsta hlaupinu, hún var mun betri í fyrradag og var mjög vel stemmd núna," segir Gunnar Páll. Fyrri hringurinn í Donetsk var mjög hraður en Aníta hjóp hann á 58,25 sekúndum. „Hún ætlaði ekki að fara alveg svona hratt en hinir keppendurnir pressuðu á það. Ég sagði við hana að ef fyrri hringurinn yrði mjög hraður þá myndi hún þola það best af þeim öllum." Þegar Aníta ætlaði að taka fram úr að loknum fyrsta hring virtust keppendur ýta hvor öðrum. Óhætt er að segja að blaðamanni hafi ekki staðið á sama.„Það voru smá stimpingar en það var viðbúið. Stóra málið er að örvænta ekki jafnvel þótt maður lokist inni á milli keppenda í smá stund. Það gerðist reyndar ekki," segir Gunnar Páll. Dagskipunin hafi verið að nota næstu þrjátíu metra til að bregðast við því. Ekki bregðast strax við með látum heldur vinna úr því. Gunnar Páll segir mikla vinna og skipulagningu liggja að baki árangrinum. „Við ætluðum að vera í toppformi hér, það var aðalmarkmiðið í ár og frábært þegar svoleiðis gengur upp." Heimsmeistarinn Aníta var önnum kafinn að veita viðtöl við fréttamenn í Donetsk. Gunnar Páll sagði að hún væri í skýjunum með árangurinn. „Það er verðlaunaafhending framundan. Það verður gaman að henni líka. Sjá fánann og heyra þjóðsönginn." Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira
„Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom, sá og sigraði í úrslitahlaupinu í Donetsk í dag. Hún kom í mark á tímanum 2:01,13 mínútur og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppenda. „Henni leið vel í upphituninni og var mjög vel stemmd. Ég fann að hún var aðeins þreytt í fyrsta hlaupinu, hún var mun betri í fyrradag og var mjög vel stemmd núna," segir Gunnar Páll. Fyrri hringurinn í Donetsk var mjög hraður en Aníta hjóp hann á 58,25 sekúndum. „Hún ætlaði ekki að fara alveg svona hratt en hinir keppendurnir pressuðu á það. Ég sagði við hana að ef fyrri hringurinn yrði mjög hraður þá myndi hún þola það best af þeim öllum." Þegar Aníta ætlaði að taka fram úr að loknum fyrsta hring virtust keppendur ýta hvor öðrum. Óhætt er að segja að blaðamanni hafi ekki staðið á sama.„Það voru smá stimpingar en það var viðbúið. Stóra málið er að örvænta ekki jafnvel þótt maður lokist inni á milli keppenda í smá stund. Það gerðist reyndar ekki," segir Gunnar Páll. Dagskipunin hafi verið að nota næstu þrjátíu metra til að bregðast við því. Ekki bregðast strax við með látum heldur vinna úr því. Gunnar Páll segir mikla vinna og skipulagningu liggja að baki árangrinum. „Við ætluðum að vera í toppformi hér, það var aðalmarkmiðið í ár og frábært þegar svoleiðis gengur upp." Heimsmeistarinn Aníta var önnum kafinn að veita viðtöl við fréttamenn í Donetsk. Gunnar Páll sagði að hún væri í skýjunum með árangurinn. „Það er verðlaunaafhending framundan. Það verður gaman að henni líka. Sjá fánann og heyra þjóðsönginn."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira