Metin falla á Spotify Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 11:06 Jay-Z kann vel við sig í efsta sætinu. mynd/getty Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail. Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail.
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira